Panamera diesel fær 50 aukahestöfl Finnur Thorlacius skrifar 4. september 2013 15:45 Porsche Panamera diesel Núverandi útgáfa fjögurra dyra bílsins Porsche Panamera diesel er með 250 hestafl vél. Porsche mun kynna uppfærslu á þeirri vél sem kynnt verður á bílasýningunni í Frankfurt og mun afl hennar aukast um heil 20% og skila 300 hestöflum. Það þýðir að spretturinn í hundraðið tekur bílinn ekki nema 6,0 sekúndur, en er 6,8 með núverandi dísilvél. Hámarkshraðinn eykst frá 243 km/klst í 259 km/klst. Toggeta bílsins eykst líka umtalsvert, togtalan fer úr 550 í 650 Nm og bíllinn getur dregið 2.600 kg aftanívagn. Hvað aflaukningu vélarinnar varðar munar miklu um breyttan sveifarás og stimpla ásamt nýrri vatnskældri forþjöppu og hærri þrýstingi hennar. Nýr Panamera diesel eyðir aðeins 6,4 lítrum pr. 100 km. Dísilútgáfa Panamera er 15% af heildarsölu bílsins þrátt fyrir að hann sé ekki seldur í Bandaríkjunum. Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent
Núverandi útgáfa fjögurra dyra bílsins Porsche Panamera diesel er með 250 hestafl vél. Porsche mun kynna uppfærslu á þeirri vél sem kynnt verður á bílasýningunni í Frankfurt og mun afl hennar aukast um heil 20% og skila 300 hestöflum. Það þýðir að spretturinn í hundraðið tekur bílinn ekki nema 6,0 sekúndur, en er 6,8 með núverandi dísilvél. Hámarkshraðinn eykst frá 243 km/klst í 259 km/klst. Toggeta bílsins eykst líka umtalsvert, togtalan fer úr 550 í 650 Nm og bíllinn getur dregið 2.600 kg aftanívagn. Hvað aflaukningu vélarinnar varðar munar miklu um breyttan sveifarás og stimpla ásamt nýrri vatnskældri forþjöppu og hærri þrýstingi hennar. Nýr Panamera diesel eyðir aðeins 6,4 lítrum pr. 100 km. Dísilútgáfa Panamera er 15% af heildarsölu bílsins þrátt fyrir að hann sé ekki seldur í Bandaríkjunum.
Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent