Lexus innkallar 369.000 bíla Finnur Thorlacius skrifar 5. september 2013 10:30 Lexus RX 450h Lexus hefur innkallað um 200.000 Hybrid bíla vegna galla í tvinnaflskerfi þeirra. Einir 37.000 þeirra voru seldir í Evrópu og voru 121 þeirra seldir á Íslandi, allir af gerðinni Lexus RX 400h. Toyota á Íslandi hefur sent Neytendastofu tilkynningu um þessa innköllun og verður eigendum bílanna sent bréf þess efnis bráðlega. Bílgerðirnar sem um ræðir í heildarinnkölluninni eru Lexus RX400h, Lexus GS350 og Lexus IS350. Engin banaslys né önnur slys hafa orðið af völdum bilananna að sögn Toyota Motor Corp. Smárar í Hybrid kerfum bílanna eiga það til að ofhitna og við það stöðvast bílarnir. RX400h bílarnir voru framleiddir frá maí 2005 til júní 2011. Innköllun vegna Lexus GS350 og Lexus IS350, sem eru 169.000 talsins eru af öðrum ástæðum. Í þeim eiga boltar það til að gefa sig í vélarrými bílanna, en boltarnir tengja saman sveifarás þeirra og búnað með breytanlegri tímasetningu ventlanna. Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent
Lexus hefur innkallað um 200.000 Hybrid bíla vegna galla í tvinnaflskerfi þeirra. Einir 37.000 þeirra voru seldir í Evrópu og voru 121 þeirra seldir á Íslandi, allir af gerðinni Lexus RX 400h. Toyota á Íslandi hefur sent Neytendastofu tilkynningu um þessa innköllun og verður eigendum bílanna sent bréf þess efnis bráðlega. Bílgerðirnar sem um ræðir í heildarinnkölluninni eru Lexus RX400h, Lexus GS350 og Lexus IS350. Engin banaslys né önnur slys hafa orðið af völdum bilananna að sögn Toyota Motor Corp. Smárar í Hybrid kerfum bílanna eiga það til að ofhitna og við það stöðvast bílarnir. RX400h bílarnir voru framleiddir frá maí 2005 til júní 2011. Innköllun vegna Lexus GS350 og Lexus IS350, sem eru 169.000 talsins eru af öðrum ástæðum. Í þeim eiga boltar það til að gefa sig í vélarrými bílanna, en boltarnir tengja saman sveifarás þeirra og búnað með breytanlegri tímasetningu ventlanna.
Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent