„Hafði alltaf á tilfinningunni að við fengjum rússneskt lið“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. september 2013 11:12 Sandra María Jessen og félagar eiga langt flug fyrir höndum. Mynd/Auðunn Níelsson „Þetta er bara klárt. Við vitum allt um þetta lið og erum farin að undirbúa okkur fyrir sextán liða úrslitin,“ segir Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA. Jóhann Kristinn var að sjálfsögðu að slá á létta strengi þegar blaðamaður heyrði í honum hljóðið að loknum drættinum í 32-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. „Ég hafði alltaf á tilfinningunni að við fengjum rússneskt lið,“ segir Jóhann Kristinn sem fylgdist eðlilega grannt með drættinum. „Ég á erfitt með að meta möguleika okkar. Maður er náttúrulega bara ósáttur við að hafa fengið þetta ferðalag,“ segir Jóhann Kristinn. Hann rifjar upp að Stjarnan hafi lent í basli á ferðalagi sínu til Rússlands í fyrra og hefði kosið styttra ferðalag. Þegar þrjú lið voru eftir í pottinum voru tvö þeirra dönsk og eitt rússneskt. Umrætt lið í nágrenni Moskvu kom upp úr hattinum.Jóhann Kristinn Gunnarsson er að ljúka sínu öðru tímabili sem þjálfari Þórs/KA.Mynd/DaníelStjarnan mætti þessu sama liði í Meistaradeildinni síðastliðið haust en beið lægri hlut í tveimur leikjum 3-1. Jóhann Kristinn sá fyrri leikinn sem fram fór í Garðabæ og lauk með markalausu jafntefli. „Þetta var hörkulið. Ég hugsaði reyndar með mér á þessum leik að Stjarnan hefði getað unnið sigur hefði liðið ekki misst mann af velli,“ segir Jóhann Kristinn. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir fékk tvö gul spjöld í fyrri hálfleik sem minnkaði muni Garðabæjarliðsins til muna. Þór/KA spilaði í Meistaradeild Evrópu haustið 2011. Þá mætti liðið Turbine Potsdam og tapaði samanlagt 14-2. „Þetta er alltaf ævintýri sama hvernig fer,“ segir Jóhann Kristinn. Hann minnir á að nokkrir af ungum leikmönnum liðsins séu að spila leiki númer þrjú og fjögur í Meistaradeild Evrópu sem sé frábært. LdB Malmö, lið Söru Bjarkar Gunnarsdóttur og Þóru Helgadóttur, mætir Lilleström. Dráttinn í heild sinni má sjá hér. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Sjá meira
„Þetta er bara klárt. Við vitum allt um þetta lið og erum farin að undirbúa okkur fyrir sextán liða úrslitin,“ segir Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA. Jóhann Kristinn var að sjálfsögðu að slá á létta strengi þegar blaðamaður heyrði í honum hljóðið að loknum drættinum í 32-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. „Ég hafði alltaf á tilfinningunni að við fengjum rússneskt lið,“ segir Jóhann Kristinn sem fylgdist eðlilega grannt með drættinum. „Ég á erfitt með að meta möguleika okkar. Maður er náttúrulega bara ósáttur við að hafa fengið þetta ferðalag,“ segir Jóhann Kristinn. Hann rifjar upp að Stjarnan hafi lent í basli á ferðalagi sínu til Rússlands í fyrra og hefði kosið styttra ferðalag. Þegar þrjú lið voru eftir í pottinum voru tvö þeirra dönsk og eitt rússneskt. Umrætt lið í nágrenni Moskvu kom upp úr hattinum.Jóhann Kristinn Gunnarsson er að ljúka sínu öðru tímabili sem þjálfari Þórs/KA.Mynd/DaníelStjarnan mætti þessu sama liði í Meistaradeildinni síðastliðið haust en beið lægri hlut í tveimur leikjum 3-1. Jóhann Kristinn sá fyrri leikinn sem fram fór í Garðabæ og lauk með markalausu jafntefli. „Þetta var hörkulið. Ég hugsaði reyndar með mér á þessum leik að Stjarnan hefði getað unnið sigur hefði liðið ekki misst mann af velli,“ segir Jóhann Kristinn. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir fékk tvö gul spjöld í fyrri hálfleik sem minnkaði muni Garðabæjarliðsins til muna. Þór/KA spilaði í Meistaradeild Evrópu haustið 2011. Þá mætti liðið Turbine Potsdam og tapaði samanlagt 14-2. „Þetta er alltaf ævintýri sama hvernig fer,“ segir Jóhann Kristinn. Hann minnir á að nokkrir af ungum leikmönnum liðsins séu að spila leiki númer þrjú og fjögur í Meistaradeild Evrópu sem sé frábært. LdB Malmö, lið Söru Bjarkar Gunnarsdóttur og Þóru Helgadóttur, mætir Lilleström. Dráttinn í heild sinni má sjá hér.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Sjá meira