Hvar er dýrast að kaupa bíla í heiminum? Finnur Thorlacius skrifar 5. september 2013 16:45 Í Singapore kostar Toyota GT-86 135.421 dollara, eða 16,25 milljónir króna. Íslendingum finnst dýrt að kaupa nýja bíla sem ef til vill lýsir sér best í því að sala þeirra á undanförnum árum hefur verið nokkuð dræm í samanburði við árin rétt fyrir hrun. Þau finnast þó löndin þar sem bílakaup eru mun kostnaðarsamari en hér. Í úttekt hjá bílavefnum jalopnik.com eru tekin dæmi um 10 lönd þar sem mjög dýrt er að kaupa bíla og völdu þeir Toyota GT-86 sportbílinn sem viðmið. Hann kostar 25.000 dollara í Bandaríkjunum, eða aðeins 3,0 milljónir króna. Í tíunda sætinu er Bretland en þar kostar GT-86 4,68 milljónir króna. Í því níunda er Brasilía, en þar fæst GT-86 ekki, en Toyota Prius kostar þar 4,39 milljónir, sem Bandaríkjamönnum finnst mikið. Í áttunda er Kína en þar kostar GT-86 5,27 milljónir. Í sjöunda sæti er Nicaragua en þar fæst GT-86 ekki, en kaup á nýjum bílum, sem og eldri eru venjulegu fólki óyfirstíganleg. Fáir kaupa þar nýja bíla því þeim er stolið á stundinni og jafnvel þeim eldri líka. Í sjötta sætinu er Indónesía en GT-86 kostar þar 7,80 milljónir króna. Í næsta sæti ætti Ísland að standa en hér kostar Toyota GT-86 7,95 milljónir króna, en blaðamönnum bílavefjarins hefur ekki hugkvæmst að hafa Ísland á lista sínum, en hérna ætti Ísland einmitt heima. Í fimmta sætinu er Indónesía, en þar kostar GT-86 8,82 milljónir króna. Í fjórða sætinu er Singapore en þar kostar GT-86 16,25 milljónir króna og ástæðan er sú að alltof margir bílar eru á götum borgarríkisins og stjórnvöld eru að reyna að fækka þeim með því að gera þá alltof dýra fyrir flesta. Þriðja sætið vermir eyjaklasinn St. Kitts og Nevis, en þar fæst GT-86 ekki en Toyota Prius kostar 20,57 milljónir króna. Ekki fylgir sögunni af hverju bílar eru svo dýrir þar. Efstu tvö sætin verma Kúba og Norður Kórea. Í hvorugu landinu fæst Toyota GT-86, en þar fæst varla nokkur skapaður hlutur annar sem kallast gæti bíll. Á Kúbu er reyndar löglegt að kaupa sér bíl, en enginn hefur efni á því í kommúnistadraumaríkinu með góða veðrið. Í öðru kommúnistaríki, N-Kóreu hefur enginn efni á að kaupa sér bíl heldur og aðeins menn í æðstu stöðum hins opinbera geta gert sér vonir um bíl. Þeir eru annaðhvort af gerðinni Pyongyang, sem er eftirlíking af GAZ bílunum rússnesku, eða Volga bílar sem einnig eru rússneskir. Þessir bílar bila við hvert götuhorn og myndu ekki auðga mikið líf fólks á vesturlöndum. Við Íslendingar ættum ef til vill að prísa okkur sæla yfir bílverði og framboði þeirra.Æðstu embættismenn í N-Kóreu geta gert sér von um að eignast svona bíl, sem ekki er Mercedes Bens, heldur eftirlíking hans smíðuð af heimaframleiðandanum Pyongyang. Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent
Íslendingum finnst dýrt að kaupa nýja bíla sem ef til vill lýsir sér best í því að sala þeirra á undanförnum árum hefur verið nokkuð dræm í samanburði við árin rétt fyrir hrun. Þau finnast þó löndin þar sem bílakaup eru mun kostnaðarsamari en hér. Í úttekt hjá bílavefnum jalopnik.com eru tekin dæmi um 10 lönd þar sem mjög dýrt er að kaupa bíla og völdu þeir Toyota GT-86 sportbílinn sem viðmið. Hann kostar 25.000 dollara í Bandaríkjunum, eða aðeins 3,0 milljónir króna. Í tíunda sætinu er Bretland en þar kostar GT-86 4,68 milljónir króna. Í því níunda er Brasilía, en þar fæst GT-86 ekki, en Toyota Prius kostar þar 4,39 milljónir, sem Bandaríkjamönnum finnst mikið. Í áttunda er Kína en þar kostar GT-86 5,27 milljónir. Í sjöunda sæti er Nicaragua en þar fæst GT-86 ekki, en kaup á nýjum bílum, sem og eldri eru venjulegu fólki óyfirstíganleg. Fáir kaupa þar nýja bíla því þeim er stolið á stundinni og jafnvel þeim eldri líka. Í sjötta sætinu er Indónesía en GT-86 kostar þar 7,80 milljónir króna. Í næsta sæti ætti Ísland að standa en hér kostar Toyota GT-86 7,95 milljónir króna, en blaðamönnum bílavefjarins hefur ekki hugkvæmst að hafa Ísland á lista sínum, en hérna ætti Ísland einmitt heima. Í fimmta sætinu er Indónesía, en þar kostar GT-86 8,82 milljónir króna. Í fjórða sætinu er Singapore en þar kostar GT-86 16,25 milljónir króna og ástæðan er sú að alltof margir bílar eru á götum borgarríkisins og stjórnvöld eru að reyna að fækka þeim með því að gera þá alltof dýra fyrir flesta. Þriðja sætið vermir eyjaklasinn St. Kitts og Nevis, en þar fæst GT-86 ekki en Toyota Prius kostar 20,57 milljónir króna. Ekki fylgir sögunni af hverju bílar eru svo dýrir þar. Efstu tvö sætin verma Kúba og Norður Kórea. Í hvorugu landinu fæst Toyota GT-86, en þar fæst varla nokkur skapaður hlutur annar sem kallast gæti bíll. Á Kúbu er reyndar löglegt að kaupa sér bíl, en enginn hefur efni á því í kommúnistadraumaríkinu með góða veðrið. Í öðru kommúnistaríki, N-Kóreu hefur enginn efni á að kaupa sér bíl heldur og aðeins menn í æðstu stöðum hins opinbera geta gert sér vonir um bíl. Þeir eru annaðhvort af gerðinni Pyongyang, sem er eftirlíking af GAZ bílunum rússnesku, eða Volga bílar sem einnig eru rússneskir. Þessir bílar bila við hvert götuhorn og myndu ekki auðga mikið líf fólks á vesturlöndum. Við Íslendingar ættum ef til vill að prísa okkur sæla yfir bílverði og framboði þeirra.Æðstu embættismenn í N-Kóreu geta gert sér von um að eignast svona bíl, sem ekki er Mercedes Bens, heldur eftirlíking hans smíðuð af heimaframleiðandanum Pyongyang.
Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent