Tilnefnd til ljósvakaverðlauna Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 9. september 2013 12:37 Hrafnhildur Hagalín og Elísabet Indra Ragnarsdóttir Mynd/úr safni Tvö útvarpsverk Rásar 1 eru tilnefnd til evrópsku ljósvakaverðlaunanna Prix Europa 2013. Uppfærsla Útvarpsleikhússins á leikriti Hrafnhildar Hagalín, Opið hús, í leikstjórn Kristínar Eysteinsdóttur er tilnefnt sem besta dramatíska útvarpsverk Evrópu í flokki stakra leikrita. Opið hús hlaut í sumar íslensku sviðslistaverðlaunin, Grímuna og Norrænu útvarpsleikhúsverðlaunin sem besta dramatíska útvarpsverk ársins. Útvarpsþáttur Elísabetar Indru Ragnarsdóttur, Þruma, elding og lífsástin sjálf, er tilnefndur sem besti tónlistarþáttur í útvarpi í Evrópu. Þátturinn fjallar um tónlistarsmiðju Bjarkar Guðmundsdóttur, Biophiliu. Viðar Eggertsson, verkefnastjóri leiklistar í Ríkisútvarpinu, segir að það þyki nokkuð merkilegt hvað hið litla Útvarpsleikhús Ríkisútvarpsins er öflugt. „Útvarpsleikhúsið hefur fengið Norrænu útvarpsleikhússverðlaunin þrisvar sinnum síðustu sex ár. Útvarpsleikhúsdeildin hér er mun minni en gengur og gerist í öðrum löndum eins og Danmörku, Svíþjóð og Noregi,“ segir Viðar.Viðar Eggertsson, verkefnastjóri leiklistar í RíkisútvarpinuMynd/RGBViðar segir að besti árangur sem náðst hefur í keppninni sé þegar Djúpið var í þriðja sæti sem besta útvarpsverk Evrópu árið 2011 og skákaði þá virðulegum stöðvum eins og BBC. „Síðustu ár hefur Útvarpsleikhúsið verið tilnefnt nær árlega en þetta er í fyrsta skipti í mörg ár sem útvarpsþáttur er tilnefndur og það í nýjum flokki, flokki tónlistarþátta,“ segir Viðar. Verðlaunahátíðin PRIX EUROPA er haldin árlega í Berlín. Þar er stefnt saman til keppni besta efni ljósvakamiðla Evrópu. Gert er ráð fyrir að um þúsund dagskrárgerðarmenn muni sækja hátíðina í ár og margir hverjir í fjölskipuðum dómnefndum sem vega og meta hvert verk sem tilnefnt er í hinum ýmsu flokkum, segir í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu. Menning Mest lesið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Tvö útvarpsverk Rásar 1 eru tilnefnd til evrópsku ljósvakaverðlaunanna Prix Europa 2013. Uppfærsla Útvarpsleikhússins á leikriti Hrafnhildar Hagalín, Opið hús, í leikstjórn Kristínar Eysteinsdóttur er tilnefnt sem besta dramatíska útvarpsverk Evrópu í flokki stakra leikrita. Opið hús hlaut í sumar íslensku sviðslistaverðlaunin, Grímuna og Norrænu útvarpsleikhúsverðlaunin sem besta dramatíska útvarpsverk ársins. Útvarpsþáttur Elísabetar Indru Ragnarsdóttur, Þruma, elding og lífsástin sjálf, er tilnefndur sem besti tónlistarþáttur í útvarpi í Evrópu. Þátturinn fjallar um tónlistarsmiðju Bjarkar Guðmundsdóttur, Biophiliu. Viðar Eggertsson, verkefnastjóri leiklistar í Ríkisútvarpinu, segir að það þyki nokkuð merkilegt hvað hið litla Útvarpsleikhús Ríkisútvarpsins er öflugt. „Útvarpsleikhúsið hefur fengið Norrænu útvarpsleikhússverðlaunin þrisvar sinnum síðustu sex ár. Útvarpsleikhúsdeildin hér er mun minni en gengur og gerist í öðrum löndum eins og Danmörku, Svíþjóð og Noregi,“ segir Viðar.Viðar Eggertsson, verkefnastjóri leiklistar í RíkisútvarpinuMynd/RGBViðar segir að besti árangur sem náðst hefur í keppninni sé þegar Djúpið var í þriðja sæti sem besta útvarpsverk Evrópu árið 2011 og skákaði þá virðulegum stöðvum eins og BBC. „Síðustu ár hefur Útvarpsleikhúsið verið tilnefnt nær árlega en þetta er í fyrsta skipti í mörg ár sem útvarpsþáttur er tilnefndur og það í nýjum flokki, flokki tónlistarþátta,“ segir Viðar. Verðlaunahátíðin PRIX EUROPA er haldin árlega í Berlín. Þar er stefnt saman til keppni besta efni ljósvakamiðla Evrópu. Gert er ráð fyrir að um þúsund dagskrárgerðarmenn muni sækja hátíðina í ár og margir hverjir í fjölskipuðum dómnefndum sem vega og meta hvert verk sem tilnefnt er í hinum ýmsu flokkum, segir í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu.
Menning Mest lesið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira