Audi Sport Quattro í Frankfurt Finnur Thorlacius skrifar 10. september 2013 15:45 Audi Sport Quattro er 700 hestöfl Klæðin verða tekin af arftaka hins fræga Quattro bíls Audi á bílasýningunni í Frankfurt sem er að hefjast. Quattro bíllinn kom fyrst frá árið 1980 og vann ófáar rallkeppnirnar og setti brautarmet í Pikes Peak fjallaklifurkeppninni árið 1987. Sá bíll var 306 hestöfl sem þótti hressilegt þá. Arftakinn er með 700 hestöfl í farteskinu sem hann bæði fær með 560 hestafla 4,0 lítra V8 vél og Hybrid kerfi. Aflið er sem fyrr sent til allra hjólanna. Bíllinn er 3,7 sekúndur í hundraðið og hámarkshraðinn er 306 km/klst. Útlit nýja bílsins ber talsverðan keim af þeim gamla. Bíllinn er að miklu leiti smíðaður úr koltrefjum og verður því mjög léttur. Bíllinn á að geta farið fyrstu 50 kílómetrana aðeins á rafmagsafli sem kemur frá 14,1 kWh lithium ion rafhlöðum. Með þessum Hybrid búnaði eyðir bíllinn aðeins 2,5 lítrum og mengun bílsins er aðeins 59 g CO2. Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent
Klæðin verða tekin af arftaka hins fræga Quattro bíls Audi á bílasýningunni í Frankfurt sem er að hefjast. Quattro bíllinn kom fyrst frá árið 1980 og vann ófáar rallkeppnirnar og setti brautarmet í Pikes Peak fjallaklifurkeppninni árið 1987. Sá bíll var 306 hestöfl sem þótti hressilegt þá. Arftakinn er með 700 hestöfl í farteskinu sem hann bæði fær með 560 hestafla 4,0 lítra V8 vél og Hybrid kerfi. Aflið er sem fyrr sent til allra hjólanna. Bíllinn er 3,7 sekúndur í hundraðið og hámarkshraðinn er 306 km/klst. Útlit nýja bílsins ber talsverðan keim af þeim gamla. Bíllinn er að miklu leiti smíðaður úr koltrefjum og verður því mjög léttur. Bíllinn á að geta farið fyrstu 50 kílómetrana aðeins á rafmagsafli sem kemur frá 14,1 kWh lithium ion rafhlöðum. Með þessum Hybrid búnaði eyðir bíllinn aðeins 2,5 lítrum og mengun bílsins er aðeins 59 g CO2.
Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent