Þreföldun í sölu Maserati Finnur Thorlacius skrifar 1. september 2013 09:15 Maserati Quattroporte á stærstan skerf í góðri sölu nú. Í fyrra seldust aðeins 6.300 Maserati bílar en nú hefur Maserati borist pantanir uppá 17.000 bíla og aðeins 8 mánuðir liðnir af árinu. Fiat, móðurfélag Maserati gaf fyrr á þessu ári upp þau áform sín upp að Maserati muni selja 50.000 bíla strax árið 2015. Varð það mörgum til skellihláturs, en sá hlátur hefur kannski minnkað núna við þessar ágætu fréttir af sportbílaframleiðandanum. Stærsta ástæða velgengni Maserati er mikil eftispurn eftir nýrri gerð Quattroporte, ekki síst frá Kína. Bandaríkin hafa verið stærsti markaðurinn fyrir Maserati bíla á undanförnum árum en Kína er búið að taka forystuna nú. Margar pantanir hafa einnig borist í nýjasta bíl Maserati, Ghibli. Afgreiðsla á þeim bíl hefur þó ekki hafist enn þó styttast fari í það. Þá eru á leiðinni Levante jepplingur, endurhannaður GranTurismo og sportbíll sem settur verður til höfuðs Porsche 911 bílnum, svo margt er að gerast hjá Maserati sem orðið gæti til þess að markmiðum Fiat verði náð árið 2015. Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent
Í fyrra seldust aðeins 6.300 Maserati bílar en nú hefur Maserati borist pantanir uppá 17.000 bíla og aðeins 8 mánuðir liðnir af árinu. Fiat, móðurfélag Maserati gaf fyrr á þessu ári upp þau áform sín upp að Maserati muni selja 50.000 bíla strax árið 2015. Varð það mörgum til skellihláturs, en sá hlátur hefur kannski minnkað núna við þessar ágætu fréttir af sportbílaframleiðandanum. Stærsta ástæða velgengni Maserati er mikil eftispurn eftir nýrri gerð Quattroporte, ekki síst frá Kína. Bandaríkin hafa verið stærsti markaðurinn fyrir Maserati bíla á undanförnum árum en Kína er búið að taka forystuna nú. Margar pantanir hafa einnig borist í nýjasta bíl Maserati, Ghibli. Afgreiðsla á þeim bíl hefur þó ekki hafist enn þó styttast fari í það. Þá eru á leiðinni Levante jepplingur, endurhannaður GranTurismo og sportbíll sem settur verður til höfuðs Porsche 911 bílnum, svo margt er að gerast hjá Maserati sem orðið gæti til þess að markmiðum Fiat verði náð árið 2015.
Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent