Þýski sportbílaframleiðandinn Gumpert gjaldþrota Finnur Thorlacius skrifar 1. september 2013 11:30 Í ágúst varð þýski sportbílaframleiðandinn Wiesmann gjaldþrota eins og greint var frá hér fyrir stuttu. Nú fylgir annar þarlendur sportbílaframleiðandi í kjölfarið, þ.e. Gumpert. Þó hvorugt merkið flokkist sem þekkt bílamerki, eru margir bílaáhugamenn kunnugir þeim. Í ljósi þess að nýr fjárfestir lagði til talsvert fé til Gumpert í mars síðastliðnum kemur gjaldþrotið nú á óvart. Öllum starfsmönnum hefur verið sagt upp og framleiðsla hefur stöðvast. Gumpert á sér ekki langa sögu en Roland Gumpert stofnaði það árið 2004. Gumpert framleiddi Apollo bíl sinn og kynnti hann árið eftir. Þar var á ferðinni enginn smábíll, en hann var með 700 hestöfl til taks. Apollo Sport kom fram árið 2008 og á þeim bíl var brautarmet í Top Gear þáttunum bætt með tíma uppá 1:17,1 mínúta og tók metið af Ascari A10 og var þá fljótari en Bugatti Veyron og Pagani Zonda. Það var ekki fyrr en Bugatti Veyron Super Sport kom til skjalanna sem met Gumpert var bætt og það aðeins að tímanum 1:16,8, eða um þrjá tíundu úr sekúndu. Gumpert Apollo kostar 301.600 Evrur í Þýskalandi, eða 48 milljónir króna. Hann ætti nú að verða að söfnunargrip eftir gjaldþrotið.Gumpert Tornante Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent
Í ágúst varð þýski sportbílaframleiðandinn Wiesmann gjaldþrota eins og greint var frá hér fyrir stuttu. Nú fylgir annar þarlendur sportbílaframleiðandi í kjölfarið, þ.e. Gumpert. Þó hvorugt merkið flokkist sem þekkt bílamerki, eru margir bílaáhugamenn kunnugir þeim. Í ljósi þess að nýr fjárfestir lagði til talsvert fé til Gumpert í mars síðastliðnum kemur gjaldþrotið nú á óvart. Öllum starfsmönnum hefur verið sagt upp og framleiðsla hefur stöðvast. Gumpert á sér ekki langa sögu en Roland Gumpert stofnaði það árið 2004. Gumpert framleiddi Apollo bíl sinn og kynnti hann árið eftir. Þar var á ferðinni enginn smábíll, en hann var með 700 hestöfl til taks. Apollo Sport kom fram árið 2008 og á þeim bíl var brautarmet í Top Gear þáttunum bætt með tíma uppá 1:17,1 mínúta og tók metið af Ascari A10 og var þá fljótari en Bugatti Veyron og Pagani Zonda. Það var ekki fyrr en Bugatti Veyron Super Sport kom til skjalanna sem met Gumpert var bætt og það aðeins að tímanum 1:16,8, eða um þrjá tíundu úr sekúndu. Gumpert Apollo kostar 301.600 Evrur í Þýskalandi, eða 48 milljónir króna. Hann ætti nú að verða að söfnunargrip eftir gjaldþrotið.Gumpert Tornante
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent