Mercedes sýnir nýjan GLA jeppling í Frankfurt Finnur Thorlacius skrifar 20. ágúst 2013 12:45 Þeim fjölgar nú mjög minni bílunum sem Mercedes Benz framleiðir og sá nýjasti í þeirri röð verður fyrst sýndur almenningi á bílasýningunni í Frankfurt í næsta mánuði. Þar er á ferð frekar smár jepplingur, GLA-Class. Hann er smíðaður á sama undirvagni og A-Class og CLA-Class bílarnir og telst þá fimmta gerð jepplinga/jeppa sem Benz framleiðir. Bíllinn ber ýmis útlitseinkenni A-Class bílsins, svo sem hvað framljósin varðar, framstuðarann og lögun hans fyrir aftan afturglugga. GLA-Class verður örlítið stærri en A-Class bíllinn, bólgnari til að gefa honum jepplingaútlit og háfættari. Sá bíll sem er næstum þessum nýja bíl af stærð er Kia Sportage, en Range Rover Evoque er styttri en þessi bíll, þótt breiðari sé. Innrétting bílsins verður mjög lík og í A-Class bílnum, sem einnig á við CLA bílinn. Benz sparar sér því nýja hönnun þar, sem er sniðugt. Fyrsti framleiðslubíll GLA verður GLA250 4Matic, fjórhjóladrifinn með 2,0 lítra og 208 hestafla vél og 7 gíra sjálfskiptingu með tveimur kúplingum. Hann verður aðeins 6,4 sekúndur í hundraðið. Árið 2015 verður GLA fáanlegur með framdrifi og ætti sá bíll að verða ódýrari fyrir vikið. Engum sögum fer af GLA45 AMG ofurútgáfu bílsins, en við henni má samt búast. Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent
Þeim fjölgar nú mjög minni bílunum sem Mercedes Benz framleiðir og sá nýjasti í þeirri röð verður fyrst sýndur almenningi á bílasýningunni í Frankfurt í næsta mánuði. Þar er á ferð frekar smár jepplingur, GLA-Class. Hann er smíðaður á sama undirvagni og A-Class og CLA-Class bílarnir og telst þá fimmta gerð jepplinga/jeppa sem Benz framleiðir. Bíllinn ber ýmis útlitseinkenni A-Class bílsins, svo sem hvað framljósin varðar, framstuðarann og lögun hans fyrir aftan afturglugga. GLA-Class verður örlítið stærri en A-Class bíllinn, bólgnari til að gefa honum jepplingaútlit og háfættari. Sá bíll sem er næstum þessum nýja bíl af stærð er Kia Sportage, en Range Rover Evoque er styttri en þessi bíll, þótt breiðari sé. Innrétting bílsins verður mjög lík og í A-Class bílnum, sem einnig á við CLA bílinn. Benz sparar sér því nýja hönnun þar, sem er sniðugt. Fyrsti framleiðslubíll GLA verður GLA250 4Matic, fjórhjóladrifinn með 2,0 lítra og 208 hestafla vél og 7 gíra sjálfskiptingu með tveimur kúplingum. Hann verður aðeins 6,4 sekúndur í hundraðið. Árið 2015 verður GLA fáanlegur með framdrifi og ætti sá bíll að verða ódýrari fyrir vikið. Engum sögum fer af GLA45 AMG ofurútgáfu bílsins, en við henni má samt búast.
Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent