Formúla 1

Ferrari sættir sig ekki við ósigur

Rúnar Jónsson skrifar
Stefano Domenicali.
Stefano Domenicali.
Stefano Domenicali, stjóri Ferrari-liðsins, hefur sent starfsfólki sínu skýr skilaboð fyrir seinni hluta tímabilsins í F1.  

Allir skulu trúa því að þeir munu standa uppi sem sigurvegarar í lok ársins. Hver einasti hlekkur í keðjunni skal virka, svo að bíllinn verði nógu góður fyrir ökumenn liðsins, þá Fernando Alonso og Felipe Massa.

Ferrari hefur ekki náð í heimsmeistaratitil í keppni bílasmiða síðan árið 2008 og í keppni ökumanna síðan 2007 þegar Kimi Raikkonen ók fyrir liðið.

Það verður því spennandi að sjá hvaða brögðum Ferrari-veldið getur beitt í belgíska kappakstrinum um helgina en þeir hafa ekki náð að sígra í Belgíu síðan árið 2009.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×