FH-banarnir í riðlakeppni Meistaradeildarinnar - úrslit kvöldsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. ágúst 2013 20:44 Mynd/Arnþór FH-banarnir í Austria Vín voru eitt af fimm liðum sem tryggðu sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. Austurríska liðið komast áfram eins og Arsenal frá Englandi, Basel frá Sviss, Schalke frá Þýskalandi og Steaua Búkarest frá Rúmeníu. Austria Vín rétt marði 1-0 samanlagðan sigur á FH í umferðinni á undan en sló nú króatíska liðið Dinamo Zagreb naumlega út 4-3 eftir að hafa nánast kastað frá sér farseðlinum. Austria-liðið vann fyrri leikinn 2-0 í Króatíu og virtist vera að gera endanlega út um einvígið með því að komast í 1-0 strax á 4. mínútu í kvöld. Króatarnir svöruðu með þremur mörkum og það hefði nægt þeim til að komast áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Það var hinsvegar Roman Kienast sem tryggði Austria Vín sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar með því að minnka muninn í 2-3 átta mínútum fyrir leikslok. Austria Vín vann því samanlagt 4-3. Það var líka mikil dramatík í þegar Schalke 04 sló út PAOK frá Grikklandi. Ádám Szalai tryggði þýska liðinu 3-2 sigur og sæti í riðlakeppninni með sigurmark á lokamínútu leiksins en Schalke spilaði manni færri frá 64. mínútu eftir að Jermaine Jones fékk að líta rauða spjaldið.Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni í kvöld:Austria Vín - Dinamo Zagreb 2-3 1-0 Sjálfsmark (4.), 1-1 Marcelo Brozovic (33.), 1-2 Antenro Vitoria Junior Fernandez (43.), 1-3 Fatos Bećiraj (70.), 2-3 Roman Kienast (82.)[Austria Vín vann samanlagt 4-3]Basel - Ludogorets 2-0 1-0 Fabian Frei (11.), 2-0 Philipp Degen (79.) [Basel vann samanlagt 6-2]Legia Varsjá - Steaua Búkarest 2-2 0-1 Nicolae Stanciu (7.), 0-2 Federico Piovaccari (9.), 1-2 Miroslav Radovic (27.), 2-2 Jakub Rzezniczak (90.+4).[3-3, Steaua Búkarest vann á fleiri mörkum á útivelli]PAOK - Schalke 04 2-3 0-1 Ádám Szalai (43.), 1-1 Stefanos Athanasiadis (53.), 1-2 Julian Draxler (67.), 2-2 Konstantinos Katsouranis (79.), 2-3 Ádám Szalai (90.)[Schalke vann samanlagt 4-3]Arsenal - Fenerbahce 2-0 1-0 Aaron Ramsey (25.), 2-0 Aaron Ramsey (72.)[Arsenal vann samanlagt 5-0] Meistaradeild Evrópu Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Sjá meira
FH-banarnir í Austria Vín voru eitt af fimm liðum sem tryggðu sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. Austurríska liðið komast áfram eins og Arsenal frá Englandi, Basel frá Sviss, Schalke frá Þýskalandi og Steaua Búkarest frá Rúmeníu. Austria Vín rétt marði 1-0 samanlagðan sigur á FH í umferðinni á undan en sló nú króatíska liðið Dinamo Zagreb naumlega út 4-3 eftir að hafa nánast kastað frá sér farseðlinum. Austria-liðið vann fyrri leikinn 2-0 í Króatíu og virtist vera að gera endanlega út um einvígið með því að komast í 1-0 strax á 4. mínútu í kvöld. Króatarnir svöruðu með þremur mörkum og það hefði nægt þeim til að komast áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Það var hinsvegar Roman Kienast sem tryggði Austria Vín sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar með því að minnka muninn í 2-3 átta mínútum fyrir leikslok. Austria Vín vann því samanlagt 4-3. Það var líka mikil dramatík í þegar Schalke 04 sló út PAOK frá Grikklandi. Ádám Szalai tryggði þýska liðinu 3-2 sigur og sæti í riðlakeppninni með sigurmark á lokamínútu leiksins en Schalke spilaði manni færri frá 64. mínútu eftir að Jermaine Jones fékk að líta rauða spjaldið.Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni í kvöld:Austria Vín - Dinamo Zagreb 2-3 1-0 Sjálfsmark (4.), 1-1 Marcelo Brozovic (33.), 1-2 Antenro Vitoria Junior Fernandez (43.), 1-3 Fatos Bećiraj (70.), 2-3 Roman Kienast (82.)[Austria Vín vann samanlagt 4-3]Basel - Ludogorets 2-0 1-0 Fabian Frei (11.), 2-0 Philipp Degen (79.) [Basel vann samanlagt 6-2]Legia Varsjá - Steaua Búkarest 2-2 0-1 Nicolae Stanciu (7.), 0-2 Federico Piovaccari (9.), 1-2 Miroslav Radovic (27.), 2-2 Jakub Rzezniczak (90.+4).[3-3, Steaua Búkarest vann á fleiri mörkum á útivelli]PAOK - Schalke 04 2-3 0-1 Ádám Szalai (43.), 1-1 Stefanos Athanasiadis (53.), 1-2 Julian Draxler (67.), 2-2 Konstantinos Katsouranis (79.), 2-3 Ádám Szalai (90.)[Schalke vann samanlagt 4-3]Arsenal - Fenerbahce 2-0 1-0 Aaron Ramsey (25.), 2-0 Aaron Ramsey (72.)[Arsenal vann samanlagt 5-0]
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Sjá meira