Dregið verður í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í Monaco í dag. Drátturinn hefst klukkan 15.45 og verður drátturinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og Vísi.
32 lið eru í pottinum en þeim er skipt í fjóra styrkleikaflokka. Eitt lið úr hverjum flokki fer í hver riðlana átta en lið frá sama landi geta þó ekki dregist saman.
Bein útsending frá drættinum hefst klukkan 15.45 en þar mun einnig fara fram kosning á besta knattspyrnumanni Evrópu. Lionel Messi, Franck Ribery og Cristiano Ronaldo berjast um heiðurinn.
Styrkleikaflokkana fjóra má sjá hér að neðan. Arsenal er eina félagið í 1. flokki sem hefur aldrei orðið Evrópumeistari. Liðið leikur nú sextánda árið í röð í Meistaradeild Evrópu.
Fyrsti styrkleikaflokkur:
Bayern München frá Þýskalandi
Barcelona frá Spáni
Chelsea frá Englandi
Real Madrid frá Spáni
Manchester United frá Englandi
Arsenal frá Englandi
Porto frá Portúgal
Benfica frá Portúgal
Annar styrkleikaflokkur:
Atlético Madrid frá Spáni
Schachtar Donezk frá Úkraínu
AC Milan frá Ítalíu
Schalke frá Þýskalandi
Marseille frá Frakklandi
CSKA Moskau frá Rússlandi
Paris Saint-Germain frá Frakklandi
Juventus frá Ítalíu
Þriðji styrkleikaflokkur:
Zenit St-Pétursburg frá Rússlandi
Manchester City frá Englandi
Ajax Amsterdam frá Hollandi
Borussia Dortmund frá Þýskalandi
Basel frá Sviss
Olympiakos frá Grikklandi
Galatasaray frá Tyrklandi
Bayer Leverkusen frá Þýskalandi
Fjórði styrkleikaflokkur:
FC Kaupmannahöfn frá Danmörku
Napoli frá Ítalíu
Anderlecht frá Belgíu
Celtic frá Skotlandi
Steaua Bukarest frá Rúmeníu
Viktoria Pilsen frá Tékklandi
Real Sociedad frá Spáni
Austria Vín frá Austurríki
Meistaradeildardrátturinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og Vísi
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
