Grillað með Lamborghini Finnur Thorlacius skrifar 12. ágúst 2013 16:06 Bíl sem er 700 hestöfl, 2,9 sekúndur í hundraðið og hefur 350 km hámarkshraða er náttúrulega margt til lista lagt, meðal annars að grilla pylsur. Lamborghini Aventador verður þó að teljast með dýrari grillum, því fá þeirra kosta ríflega 31 milljón króna. Hann hefur þó þann kost að vera tiltölulega snöggur að grilla pylsurnar, eins og sést í meðfylgjandi myndskeiði. Það tekur aðeins um 15 sekúndur en krefst þess reyndar að snúningshraðinn sé settur í 8.250 svona fimm sinnum. Við það koma ógurlegar eldtungur frá útblástursröri bílsins sem nýtist vel til hraðgrillunar. Eina grillverkfærið sem þarf til verksins er langt prik og grillarinn sjálfur þarf að vera hugaður og þola hávaða vel. Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent
Bíl sem er 700 hestöfl, 2,9 sekúndur í hundraðið og hefur 350 km hámarkshraða er náttúrulega margt til lista lagt, meðal annars að grilla pylsur. Lamborghini Aventador verður þó að teljast með dýrari grillum, því fá þeirra kosta ríflega 31 milljón króna. Hann hefur þó þann kost að vera tiltölulega snöggur að grilla pylsurnar, eins og sést í meðfylgjandi myndskeiði. Það tekur aðeins um 15 sekúndur en krefst þess reyndar að snúningshraðinn sé settur í 8.250 svona fimm sinnum. Við það koma ógurlegar eldtungur frá útblástursröri bílsins sem nýtist vel til hraðgrillunar. Eina grillverkfærið sem þarf til verksins er langt prik og grillarinn sjálfur þarf að vera hugaður og þola hávaða vel.
Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent