Toyota yfir 10 milljónir bíla í ár Finnur Thorlacius skrifar 13. ágúst 2013 13:45 Toyota mun halda titlinum stærsti bílaframleiðandi heims í ár Ef áætlanir Toyota fyrir þetta ár standast verður fyrirtækið það fyrsta til að framleiða og selja yfir 10 milljónir bíla á einu ári. Toyota seldi rétt undir 10 milljónum bíla á síðasta ári og var fyrir vikið stærsti framleiðandi ársins 2012 og náði aftur titlinum af General Motors frá árinu 2011, en bæði GM og Volkswagen framleiddu fleiri bíla það ár en Toyota vegna jarðskjálftans stóra í Japan sem hamlaði verulega framleiðslu Toyota þá. Aðeins þriðjungur bílanna í ár verður framleiddur í heimalandinu Japan, eða 3,3 milljónir bíla en spá Toyota er um framleiðslu 10,1 milljón bíla. Því lítur út fyrir að Toyota muni halda titlinum á milli ára. Það sem helst hjálpar Toyota að ná þessu takmarki sínu er mikil eftirspurn eftir Hybrid bílum fyrirtækisins í heimalandinu sem og lækkun japanska yensins sem hjálpar því að selja bíla í öðrum löndum. Í sölutölum Toyota er einnig sala Daihatsu og Hino bíla, en bæði fyrirtækin eru í eigu Toyota. Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Innlent
Ef áætlanir Toyota fyrir þetta ár standast verður fyrirtækið það fyrsta til að framleiða og selja yfir 10 milljónir bíla á einu ári. Toyota seldi rétt undir 10 milljónum bíla á síðasta ári og var fyrir vikið stærsti framleiðandi ársins 2012 og náði aftur titlinum af General Motors frá árinu 2011, en bæði GM og Volkswagen framleiddu fleiri bíla það ár en Toyota vegna jarðskjálftans stóra í Japan sem hamlaði verulega framleiðslu Toyota þá. Aðeins þriðjungur bílanna í ár verður framleiddur í heimalandinu Japan, eða 3,3 milljónir bíla en spá Toyota er um framleiðslu 10,1 milljón bíla. Því lítur út fyrir að Toyota muni halda titlinum á milli ára. Það sem helst hjálpar Toyota að ná þessu takmarki sínu er mikil eftirspurn eftir Hybrid bílum fyrirtækisins í heimalandinu sem og lækkun japanska yensins sem hjálpar því að selja bíla í öðrum löndum. Í sölutölum Toyota er einnig sala Daihatsu og Hino bíla, en bæði fyrirtækin eru í eigu Toyota.
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Innlent