Nýi Subaru WRX? Finnur Thorlacius skrifar 13. ágúst 2013 16:00 Ef nýr Subaru WRX mun líta svona út verða margir Subaruaðdáendur kátir Ef þetta er útlit næsta Subaru WRX verða margir Subaru aðdáendur glaðir, en sannarlega sést hér mikil framför frá núverandi bíl, sem margir eru ekki sáttir við útlitslega. Ekki er mjög mikið vitað um bílinn, en þó að vél hans verður bæði með forþjöppu og keflablásara. Búast má við meira afli en í núverandi WRX bíls, sem er þó með 265 hestöfl tiltæk. STI útgáfa bílsins er 305 hestöfl. Núverandi WX er með 2,5 lítra vél, en sá nýi verður líklega með 2,0 lítra vél, en samt fleiri hestöfl. Bíllinn verður með 6 gíra beinskiptingu en núverandi bíll er með 5 gíra. Áfram verður bíllinn að sjálfsögðu fjórhjóladrifinn. Að myndinni að dæma verður bíllinn nokkru lægri á vegi en forverinn og þyngdarpunktur hans lágur, en fyrir vikið verður hann ef til vill ekki eins hentugur á íslenskum vegum, eða sem rallbíll. En flottur er hann. Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent
Ef þetta er útlit næsta Subaru WRX verða margir Subaru aðdáendur glaðir, en sannarlega sést hér mikil framför frá núverandi bíl, sem margir eru ekki sáttir við útlitslega. Ekki er mjög mikið vitað um bílinn, en þó að vél hans verður bæði með forþjöppu og keflablásara. Búast má við meira afli en í núverandi WRX bíls, sem er þó með 265 hestöfl tiltæk. STI útgáfa bílsins er 305 hestöfl. Núverandi WX er með 2,5 lítra vél, en sá nýi verður líklega með 2,0 lítra vél, en samt fleiri hestöfl. Bíllinn verður með 6 gíra beinskiptingu en núverandi bíll er með 5 gíra. Áfram verður bíllinn að sjálfsögðu fjórhjóladrifinn. Að myndinni að dæma verður bíllinn nokkru lægri á vegi en forverinn og þyngdarpunktur hans lágur, en fyrir vikið verður hann ef til vill ekki eins hentugur á íslenskum vegum, eða sem rallbíll. En flottur er hann.
Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent