Fann upp emaleringuna og stofnaði Buick Finnur Thorlacius skrifar 18. ágúst 2013 09:15 David Dunbar Buick og emalerað baðkar Sami maðurinn fann upp emalieringuna og stofnaði Buick bílaframleiðandann. Emalering er t.d. notuð til að húða baðkör. Maðurinn hét David Dunbar Buick. Hann var fjölhæfur verkfræðingur en arfaslakur í fjármálum og dó sem snauður maður þrátt fyrir öll afrek sín. David Buick fæddist árið 1854 í Skotlandi en fluttist ásamt foreldrum sínum til Bandaríkjanna þegar hann var tveggja ára. Buick vann hjá pípulagningafyrirtæki árið 1882 þegar það var við það að fara á hausinn. Hann, ásamt öðrum samstarfsmanni, keyptu þá fyrirtækið. Skömmu síðar fann Buick upp aðferð til að þekja járnbaðkör með hvítri emaleringu og hefur aðferð hans verið beitt allra götur síðan, ekki bara á baðkör, heldur einnig vaska og marga aðra hluti. Vegna þessarar uppgötvunar hans gekk fyrirtækinu mjög vel. Árið 1895 fékk Buick mikinn áhuga á bílum og þá sérstaklega vélum í bíla. Hann seldi því fyrirtæki sitt fjórum árum síðar og fékk fyrir hlut sinn 100.000 dollara og notaði helminginn af þeirri upphæð til að stofna bílafyrirtækið Buick. Vegna þess hve lélegur fjármálamaður Buick var farnaðist honum ekki svo vel við rekstur Buick þrátt fyrir að hann hafi til að mynda hannað fyrstu bílvélina með yfirliggjandi ventlum og að flestar hans uppgötvanir hafi markað tímamót. Það varð til þess að fjármálamaðurinn með skondan millinafnið, William Crapo Durant, keypti Buick af nafna þess og bjó síðan til General Motors, móðurfyrirtæki Buick. Buick lést árið 1929 í bílaborginni Detroit og átti ekki penní í buddunni. Buick var alls ekki bitur yfir fjármálastöðu sinni né öfundsjúkur út á þá sem báru gæfu til þess að hagnast af uppfinningum hans. Í viðtali sem tekið var við Buick árið 1928 sagði hann, „Velgengni felst í því að horfa fram á við og gleyma fortíðinni. Ég upplifði bar örfá tímabil þar sem illa gekk. Þegar allt kemur til alls eru peningar gagnslausir, nema til að gefa til góðgerðarmála.“Buick árgerð 1906 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent
Sami maðurinn fann upp emalieringuna og stofnaði Buick bílaframleiðandann. Emalering er t.d. notuð til að húða baðkör. Maðurinn hét David Dunbar Buick. Hann var fjölhæfur verkfræðingur en arfaslakur í fjármálum og dó sem snauður maður þrátt fyrir öll afrek sín. David Buick fæddist árið 1854 í Skotlandi en fluttist ásamt foreldrum sínum til Bandaríkjanna þegar hann var tveggja ára. Buick vann hjá pípulagningafyrirtæki árið 1882 þegar það var við það að fara á hausinn. Hann, ásamt öðrum samstarfsmanni, keyptu þá fyrirtækið. Skömmu síðar fann Buick upp aðferð til að þekja járnbaðkör með hvítri emaleringu og hefur aðferð hans verið beitt allra götur síðan, ekki bara á baðkör, heldur einnig vaska og marga aðra hluti. Vegna þessarar uppgötvunar hans gekk fyrirtækinu mjög vel. Árið 1895 fékk Buick mikinn áhuga á bílum og þá sérstaklega vélum í bíla. Hann seldi því fyrirtæki sitt fjórum árum síðar og fékk fyrir hlut sinn 100.000 dollara og notaði helminginn af þeirri upphæð til að stofna bílafyrirtækið Buick. Vegna þess hve lélegur fjármálamaður Buick var farnaðist honum ekki svo vel við rekstur Buick þrátt fyrir að hann hafi til að mynda hannað fyrstu bílvélina með yfirliggjandi ventlum og að flestar hans uppgötvanir hafi markað tímamót. Það varð til þess að fjármálamaðurinn með skondan millinafnið, William Crapo Durant, keypti Buick af nafna þess og bjó síðan til General Motors, móðurfyrirtæki Buick. Buick lést árið 1929 í bílaborginni Detroit og átti ekki penní í buddunni. Buick var alls ekki bitur yfir fjármálastöðu sinni né öfundsjúkur út á þá sem báru gæfu til þess að hagnast af uppfinningum hans. Í viðtali sem tekið var við Buick árið 1928 sagði hann, „Velgengni felst í því að horfa fram á við og gleyma fortíðinni. Ég upplifði bar örfá tímabil þar sem illa gekk. Þegar allt kemur til alls eru peningar gagnslausir, nema til að gefa til góðgerðarmála.“Buick árgerð 1906
Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent