Óttalausir ökumenn 18. ágúst 2013 11:30 Martelli bræðurnir Matt og Joshua er fyrir löngu orðnir þekktir fyrir ökuhæfni sína í „Gymkhana“ bílaseríunum. Hér sést til þeirra aka breyttum Polaris RZR XP1000 bíl sem hannaður er til aksturs við erfiðar og ósléttar aðstæður. Venjulegur slíkur bíll er vopnaður tveggja strokka 107 hestafl vélsléðavél, en þessi bíll sem þeir sjást aka hér er 190 hestöfl og þar sem bíllinn er aðeins 626 kíló er hann ansi sprækur. Í myndskeiðinu aka þeir um yfrigefna járnnámu austur af Palm Springs í Kaliforníu. Þar má finna ófáar hætturnar, stökkbrettin, djúpar holurnar og snarbrattar hlíðar. Ekki er víst að margir gætu leikið eftir akstur þeirra við þessar aðstæðurnar og víst er að þeir eru ekki lífhræddir, þó svo veltigrind bílsins veiti eitthvert öryggi. Polaris ökutækið er fjórhjóladrifið, en ef ekki er þörf á gripi á framhjólunum tekur hann aðeins á afturdekkjunum, bara til að auka gamanið og láta hann skrika meira gegnum beygjurnar. Sjón er sögu ríkari hér sem fyrr. Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent
Martelli bræðurnir Matt og Joshua er fyrir löngu orðnir þekktir fyrir ökuhæfni sína í „Gymkhana“ bílaseríunum. Hér sést til þeirra aka breyttum Polaris RZR XP1000 bíl sem hannaður er til aksturs við erfiðar og ósléttar aðstæður. Venjulegur slíkur bíll er vopnaður tveggja strokka 107 hestafl vélsléðavél, en þessi bíll sem þeir sjást aka hér er 190 hestöfl og þar sem bíllinn er aðeins 626 kíló er hann ansi sprækur. Í myndskeiðinu aka þeir um yfrigefna járnnámu austur af Palm Springs í Kaliforníu. Þar má finna ófáar hætturnar, stökkbrettin, djúpar holurnar og snarbrattar hlíðar. Ekki er víst að margir gætu leikið eftir akstur þeirra við þessar aðstæðurnar og víst er að þeir eru ekki lífhræddir, þó svo veltigrind bílsins veiti eitthvert öryggi. Polaris ökutækið er fjórhjóladrifið, en ef ekki er þörf á gripi á framhjólunum tekur hann aðeins á afturdekkjunum, bara til að auka gamanið og láta hann skrika meira gegnum beygjurnar. Sjón er sögu ríkari hér sem fyrr.
Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent