Andstæðingar Blika sakaðir um hótanir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. ágúst 2013 12:41 Forráðamenn norska félagins Hödd ber kollegum sínum hjá FK Aktobe frá Kasakstan ekki vel söguna. Aktobe og Hödd mættust í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Hödd vann 1-0 sigur í heimaleiknum en Aktobe sneri við blaðinu með 2-0 sigri á heimavelli í Aktobe. Þar léku Norðmennirnir án tveggja sterkra leikmanna.Á vef Aftenposten deilir André Nevstad, yfirmaður íþróttamála hjá Hödd, sögunni sem hann segir mikilvægt að fólk fái að heyra. Þannig var að að Hödd fékk þau skilaboð frá norska knattspyrnusambandinu í aðdraganda einvígis liðanna að tveir leikmenn Aktobe frá Úsbekistan ættu í erfiðleikum með að fá vegabréfsáritun. Nokkru síðar barst símtal frá enskumælandi fulltrúa Aktobe sem spurðist fyrir um hvert vandamálið væri. „Ég reyndi að útskýra fyrir þeim að hvorki ég né Hödd hefði vald til þess að skerast í leikinn," segir Nevstad. Í kjölfarið hafi sér verið hótað. „Ef ekki yrði greitt úr flækjunni fengi Akeem Latifu, lykilmaður Hödd, ekki að koma til Kasakstan." Nevstad segist hafa brugðist illa við og sagt að svona gengu hlutirnir ekki fyrir sig í Noregi. Í kjölfarið var lagt á. Svo fór að leikmennirnir umræddu fengu vegabréfsáritun á endanum en hún barst þó of seint til að þeir gætu spilað leikinn.NevstadMynd/Heimasíða HöddNokkrum dögum eftir fyrri leikinn, sem lauk með 1-0 sigri Hödd, bárust þau tíðindi að Latifu, Sivert Heltne Nilsen og tveir stuðningsmenn, hefði verið neitað um vegabréfsáritun. „Engin skýring var gefin. Það eina sem kom fram var að um lokaákvörðun væri að ræða. Auðvitað var það mikið áfall fyrir okkur," segir Nevstad. Aktobe vann sigur í síðari leiknum 2-0 og komst því áfram samanlagt 2-1. Forráðamönnum Hödd og blaðamönnum Aftenposten hefur gengið illa að fá svör frá sendiráði Kasakstan í Noregi vegna málsins. Kvörtun hefur verið send til norska knattspyrnusambandsins og Knattspyrnusambands Evrópu. Breiðablik mætir Aktobe í fyrri leik liðanna í Aktobe í dag. Allir leikmenn Blika komust áfallalaust til Kasakstan. Leikurinn hefst klukkan 16 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Svipmyndir úr síðari leik Aktobe og Hödd má sjá í spilaranum að ofan. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Sótti ráð í smiðju Norðmanna "Ég ræddi við þjálfara Hödd sem mætti Aktobe. Hann gaf mér nokkur góð ráð sem ég ætti að geta nýtt mér," segir Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks. 1. ágúst 2013 09:00 Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Sjá meira
Forráðamenn norska félagins Hödd ber kollegum sínum hjá FK Aktobe frá Kasakstan ekki vel söguna. Aktobe og Hödd mættust í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Hödd vann 1-0 sigur í heimaleiknum en Aktobe sneri við blaðinu með 2-0 sigri á heimavelli í Aktobe. Þar léku Norðmennirnir án tveggja sterkra leikmanna.Á vef Aftenposten deilir André Nevstad, yfirmaður íþróttamála hjá Hödd, sögunni sem hann segir mikilvægt að fólk fái að heyra. Þannig var að að Hödd fékk þau skilaboð frá norska knattspyrnusambandinu í aðdraganda einvígis liðanna að tveir leikmenn Aktobe frá Úsbekistan ættu í erfiðleikum með að fá vegabréfsáritun. Nokkru síðar barst símtal frá enskumælandi fulltrúa Aktobe sem spurðist fyrir um hvert vandamálið væri. „Ég reyndi að útskýra fyrir þeim að hvorki ég né Hödd hefði vald til þess að skerast í leikinn," segir Nevstad. Í kjölfarið hafi sér verið hótað. „Ef ekki yrði greitt úr flækjunni fengi Akeem Latifu, lykilmaður Hödd, ekki að koma til Kasakstan." Nevstad segist hafa brugðist illa við og sagt að svona gengu hlutirnir ekki fyrir sig í Noregi. Í kjölfarið var lagt á. Svo fór að leikmennirnir umræddu fengu vegabréfsáritun á endanum en hún barst þó of seint til að þeir gætu spilað leikinn.NevstadMynd/Heimasíða HöddNokkrum dögum eftir fyrri leikinn, sem lauk með 1-0 sigri Hödd, bárust þau tíðindi að Latifu, Sivert Heltne Nilsen og tveir stuðningsmenn, hefði verið neitað um vegabréfsáritun. „Engin skýring var gefin. Það eina sem kom fram var að um lokaákvörðun væri að ræða. Auðvitað var það mikið áfall fyrir okkur," segir Nevstad. Aktobe vann sigur í síðari leiknum 2-0 og komst því áfram samanlagt 2-1. Forráðamönnum Hödd og blaðamönnum Aftenposten hefur gengið illa að fá svör frá sendiráði Kasakstan í Noregi vegna málsins. Kvörtun hefur verið send til norska knattspyrnusambandsins og Knattspyrnusambands Evrópu. Breiðablik mætir Aktobe í fyrri leik liðanna í Aktobe í dag. Allir leikmenn Blika komust áfallalaust til Kasakstan. Leikurinn hefst klukkan 16 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Svipmyndir úr síðari leik Aktobe og Hödd má sjá í spilaranum að ofan.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Sótti ráð í smiðju Norðmanna "Ég ræddi við þjálfara Hödd sem mætti Aktobe. Hann gaf mér nokkur góð ráð sem ég ætti að geta nýtt mér," segir Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks. 1. ágúst 2013 09:00 Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Sjá meira
Sótti ráð í smiðju Norðmanna "Ég ræddi við þjálfara Hödd sem mætti Aktobe. Hann gaf mér nokkur góð ráð sem ég ætti að geta nýtt mér," segir Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks. 1. ágúst 2013 09:00