Jaguar sýnir jeppling í Frankfurt Finnur Thorlacius skrifar 2. ágúst 2013 08:45 Hinn laglegasti jepplingur frá Jaguar Í viðleitni sinni við að hækka verulega sölutölur sínar eru starfsmenn Jaguar nú sveittir við smíði jepplings sem meiningin er að sýna fyrst almenningi á bílasýningunni í Frankfurt í september. Fréttir herma að hann muni fá nafnið XQ. Hver tekur ekki þátt í hinum sívaxandi jepplingamarkaði nú? Bíllinn verður fjórhjóladrifinn en samt byggður á sama undirvagni og hinn nýi Jaguar XS fólksbíll sem einnig er í smíðum. Flestir hefðu nú búist við því að jepplingurinn fengi undirvagn frá Land Rover, sem er í eigu sama aðila. Jaguar XS fólksbíllinn, sem yrði minnsti bíll Jaguar er væntanlegur á markað árið 2015, en XQ jepplingurinn árið eftir. QX jepplingurinn verður að miklu leiti smíðaður úr áli og á að verða ógnarléttur. Líklega fær hann 240 hestafla 2,0 lítra bensínvél í grunngerð, 2,2 lítra dísilvél og vafalaust verður einnig í boði 3,0 lítra og sex strokka mjög öflug vél með keflablásara. Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent
Í viðleitni sinni við að hækka verulega sölutölur sínar eru starfsmenn Jaguar nú sveittir við smíði jepplings sem meiningin er að sýna fyrst almenningi á bílasýningunni í Frankfurt í september. Fréttir herma að hann muni fá nafnið XQ. Hver tekur ekki þátt í hinum sívaxandi jepplingamarkaði nú? Bíllinn verður fjórhjóladrifinn en samt byggður á sama undirvagni og hinn nýi Jaguar XS fólksbíll sem einnig er í smíðum. Flestir hefðu nú búist við því að jepplingurinn fengi undirvagn frá Land Rover, sem er í eigu sama aðila. Jaguar XS fólksbíllinn, sem yrði minnsti bíll Jaguar er væntanlegur á markað árið 2015, en XQ jepplingurinn árið eftir. QX jepplingurinn verður að miklu leiti smíðaður úr áli og á að verða ógnarléttur. Líklega fær hann 240 hestafla 2,0 lítra bensínvél í grunngerð, 2,2 lítra dísilvél og vafalaust verður einnig í boði 3,0 lítra og sex strokka mjög öflug vél með keflablásara.
Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent