Viðskipti erlent

Fyrrum forstjóri Volvo ráðinn til GM

Finnur Thorlacius skrifar
Stefan jacoby
Stefan jacoby
Níu mánuðir eru liðnir síðan Stefan Jacoby steig af stól forstjóra Volvo og kom það reyndar mörgum á óvart. Eitthvað var hann reyndar ekki alveg sammála eigendum Volvo, hins kínverska Geely og stjórn þess og því fór sem fór.

Jacoby þurfti ekki að bíða ýkja lengi eftir stórri stöðu í bílaheiminum því nú hefur hann verið ráðinn til General Motors og mun þar bera ábyrgð á sölu GM bíla í öðrum löndum en heimalandinu Bandaríkjunum. Það þýðir reyndar í meira en 100 löndum. Hinn þýskættaði Jacoby leysir af Tim Lee, sem setjast mun í stjórn GM í Kína.

Jacoby hefur komið víða við því áður en hann varð forstjóri Volvo var hann yfir sölumálum Volkswagen í Kína, svo hann ætti að þekkja það að selja bíla í öðrum löndum en heimalandi framleiðandans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×