Mynd Baltasars sú vinsælasta vestanhafs Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 6. ágúst 2013 11:48 Það eru þeir Denzel Washington og Mark Wahlberg sem fara með aðalhlutverkin í 2 Guns. Mynd Baltasars Kormáks, 2 Guns, var sú vinsælasta í bandarískum og kanadískum kvikmyndahúsum yfir helgina og þénaði rúmar 27 milljónir dala. Það er betri árangur en fyrri kvikmynd leikstjórans, Contraband, náði þó henni hafi einnig gengið vel. Hún þénaði rúmar 24 milljónir dala yfir opnunarhelgi og endaði í rúmum 66 milljónum. Vísir spurði kvikmyndagerðarmanninn Ásgrím Sverrisson álits, og segir hann gengi 2 Guns hafa staðist væntingar miðað við árstíma. „Það eru til margar leiðir til að líta á þetta. Þetta er auðvitað mikið ef þú horfir á þetta frá íslenskum sjónarhóli. Frá amerískum sjónarhóli er þetta opnun sem má búast við á þessum árstíma, jafnvel heldur betri. Oft er talað um ágúst sem daufan mánuð eftir stórmyndir sumarsins. Bíóaðsókn í heildina er sögð þokkaleg og hvað varðar myndina þá virðist hún hafa nokkurn veginn staðist væntingar.“ Ásgrímur segir flest benda til þess að myndin eigi eftir að þéna svipað og Contraband gerði í fyrra. En hvað þýðir þetta fyrir íslenska kvikmyndagerð? „Sko ég held að þetta þýði langmest fyrir Baltasar sjálfan. Þetta eru vísbendingar um að honum sé að ganga mjög vel og það er ánægjulegt. Það er mjög sannfærandi fyrir hann að gera tvær myndir í röð, sínar fyrstu stúdíómyndir, sem báðar fara á toppinn. Það er mjög sannfærandi innkoma. En svo hefur Baltasar talað um að hann vilji setja fé í íslenska kvikmyndagerð og þetta mun auðvitað hjálpa honum að útvega fé.“ Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Mynd Baltasars Kormáks, 2 Guns, var sú vinsælasta í bandarískum og kanadískum kvikmyndahúsum yfir helgina og þénaði rúmar 27 milljónir dala. Það er betri árangur en fyrri kvikmynd leikstjórans, Contraband, náði þó henni hafi einnig gengið vel. Hún þénaði rúmar 24 milljónir dala yfir opnunarhelgi og endaði í rúmum 66 milljónum. Vísir spurði kvikmyndagerðarmanninn Ásgrím Sverrisson álits, og segir hann gengi 2 Guns hafa staðist væntingar miðað við árstíma. „Það eru til margar leiðir til að líta á þetta. Þetta er auðvitað mikið ef þú horfir á þetta frá íslenskum sjónarhóli. Frá amerískum sjónarhóli er þetta opnun sem má búast við á þessum árstíma, jafnvel heldur betri. Oft er talað um ágúst sem daufan mánuð eftir stórmyndir sumarsins. Bíóaðsókn í heildina er sögð þokkaleg og hvað varðar myndina þá virðist hún hafa nokkurn veginn staðist væntingar.“ Ásgrímur segir flest benda til þess að myndin eigi eftir að þéna svipað og Contraband gerði í fyrra. En hvað þýðir þetta fyrir íslenska kvikmyndagerð? „Sko ég held að þetta þýði langmest fyrir Baltasar sjálfan. Þetta eru vísbendingar um að honum sé að ganga mjög vel og það er ánægjulegt. Það er mjög sannfærandi fyrir hann að gera tvær myndir í röð, sínar fyrstu stúdíómyndir, sem báðar fara á toppinn. Það er mjög sannfærandi innkoma. En svo hefur Baltasar talað um að hann vilji setja fé í íslenska kvikmyndagerð og þetta mun auðvitað hjálpa honum að útvega fé.“
Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira