Mercedes Benz selur vel Finnur Thorlacius skrifar 7. ágúst 2013 11:13 Mercedes Benz A-Class Mercedes Benz byrjar seinni hluta ársins á blússandi siglingu, með metmánuði. Alls seldi þýski lúxusbílaframleiðandinn 811.227 bifreiðar á fyrstu sex mánuðum ársins sem er 8,1% söluaukning miðað við sama tímabil í fyrra. Júlí var einnig metmánuður hjá Mercedes Benz en fyrirtækið seldi alls 116.790 bifreiðar í mánuðinum. Hinir nýju E-Class og CLA hafa komið mjög sterkir til leiks hjá Mercedes-Benz á fyrri hluta ársins 2013 og auk þess hefur sala á A-Class og B-Class verið mjög góð sem skýrir að miklu leyti söluaukninguna hjá fyrirtækiinu. Mesta söluaukningin er í Bandaríkjunum, Kína og Rússlandi samkvæmt tilkynningu frá Mercedes Benz. Á Íslandi er aukning sölu á Mercedes Benz fólksbifreiðum 38,2% á fyrstu sex mánuðum ársins, en skráðar hafa verið 105 Mercedes Benz bifreiðar hér á landi á þessu ári. Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent
Mercedes Benz byrjar seinni hluta ársins á blússandi siglingu, með metmánuði. Alls seldi þýski lúxusbílaframleiðandinn 811.227 bifreiðar á fyrstu sex mánuðum ársins sem er 8,1% söluaukning miðað við sama tímabil í fyrra. Júlí var einnig metmánuður hjá Mercedes Benz en fyrirtækið seldi alls 116.790 bifreiðar í mánuðinum. Hinir nýju E-Class og CLA hafa komið mjög sterkir til leiks hjá Mercedes-Benz á fyrri hluta ársins 2013 og auk þess hefur sala á A-Class og B-Class verið mjög góð sem skýrir að miklu leyti söluaukninguna hjá fyrirtækiinu. Mesta söluaukningin er í Bandaríkjunum, Kína og Rússlandi samkvæmt tilkynningu frá Mercedes Benz. Á Íslandi er aukning sölu á Mercedes Benz fólksbifreiðum 38,2% á fyrstu sex mánuðum ársins, en skráðar hafa verið 105 Mercedes Benz bifreiðar hér á landi á þessu ári.
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent