Mikið undir hjá Blikum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. ágúst 2013 14:15 Blikar hafa átt góðu gengi að fagna í sumar. Mynd/Vilhelm Karla- og kvennalið Breiðabliks í knattspyrnu verða í eldlínunni í dag þegar liðin mæta sterkum andstæðingum á vellinum. Blikar mæta Aktobe frá Kasakstan í síðari viðureign liðanna í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Leikurinn hefst á Laugardalsvelli klukkan 20 en gestirnir neituð að verða við beiðni Kópavogsbúa um að spila leikinn í Kópavogi. „Við munum spila í musteri gleðinnar í dag með bros á vör og reyna að ná góðum úrslitum. Það er ekki leiðinlegt að fara í háborg gleðinnar í íslenskri knattspyrnu, sjálfan Laugardalsvöllinn,“ segir Ólafur Kristjánsson, þjálfari Blika, á léttu nótunum í viðtali við Fréttablaðið. Sigur hjá Breiðabliki kæmi liðinu í umspil um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Þar hafa FH-ingar þegar tryggt sér sæti. Mótherjinn á því stigi keppninnar gæti orðið lið á borð við Tottenham og AZ Alkmaar. Leikurinn verður í beinni textalýsingu á Vísi.Úr fyrri leik Breiðabliks og Vals í Pepsi-deild kvenna.Mynd/DaníelGrænir og hvítir stuðningsmenn Blika hafa í nógu að snúast. Klukkan 17.45 verður flautað til leiks í viðureign Vals og Blika í 11. umferð Pepsi-deildar kvenna. Liðin eiga í harðri baráttu í 2. og 3. sæti deildarinnar. Blikar missa Valskonur upp fyrir sig tapi þær stórslagnum á Hlíðarenda í dag og því mikið undir. Edda Garðarsdóttir og Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir spila sinn fyrsta heimaleik með Valskonum eftir heimkomuna úr atvinnumennsku. Leikur Vals og Breiðabliks verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3 og er einnig í opinni dagskrá á Vísi. Stuðningsmenn Blika ætla ennfremur að hita upp fyrir Evrópuleikinn í Þróttaraheimilinu í kvöld. Þar verður opnað klukkan 17, hoppukastali fyrir börnin og veitingar í boði fyrir svanga sem þyrsta. Miðaverð á leikinn í kvöld er 1200 krónur fyrir fullorðna og 500 krónur fyrir börn yngri en 16 ára. Hægt er að kaupa miða hér. Evrópudeild UEFA Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Fleiri fréttir Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sjá meira
Karla- og kvennalið Breiðabliks í knattspyrnu verða í eldlínunni í dag þegar liðin mæta sterkum andstæðingum á vellinum. Blikar mæta Aktobe frá Kasakstan í síðari viðureign liðanna í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Leikurinn hefst á Laugardalsvelli klukkan 20 en gestirnir neituð að verða við beiðni Kópavogsbúa um að spila leikinn í Kópavogi. „Við munum spila í musteri gleðinnar í dag með bros á vör og reyna að ná góðum úrslitum. Það er ekki leiðinlegt að fara í háborg gleðinnar í íslenskri knattspyrnu, sjálfan Laugardalsvöllinn,“ segir Ólafur Kristjánsson, þjálfari Blika, á léttu nótunum í viðtali við Fréttablaðið. Sigur hjá Breiðabliki kæmi liðinu í umspil um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Þar hafa FH-ingar þegar tryggt sér sæti. Mótherjinn á því stigi keppninnar gæti orðið lið á borð við Tottenham og AZ Alkmaar. Leikurinn verður í beinni textalýsingu á Vísi.Úr fyrri leik Breiðabliks og Vals í Pepsi-deild kvenna.Mynd/DaníelGrænir og hvítir stuðningsmenn Blika hafa í nógu að snúast. Klukkan 17.45 verður flautað til leiks í viðureign Vals og Blika í 11. umferð Pepsi-deildar kvenna. Liðin eiga í harðri baráttu í 2. og 3. sæti deildarinnar. Blikar missa Valskonur upp fyrir sig tapi þær stórslagnum á Hlíðarenda í dag og því mikið undir. Edda Garðarsdóttir og Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir spila sinn fyrsta heimaleik með Valskonum eftir heimkomuna úr atvinnumennsku. Leikur Vals og Breiðabliks verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3 og er einnig í opinni dagskrá á Vísi. Stuðningsmenn Blika ætla ennfremur að hita upp fyrir Evrópuleikinn í Þróttaraheimilinu í kvöld. Þar verður opnað klukkan 17, hoppukastali fyrir börnin og veitingar í boði fyrir svanga sem þyrsta. Miðaverð á leikinn í kvöld er 1200 krónur fyrir fullorðna og 500 krónur fyrir börn yngri en 16 ára. Hægt er að kaupa miða hér.
Evrópudeild UEFA Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Fleiri fréttir Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sjá meira