HEKLA afhendir tólf rafbíla Finnur Thorlacius skrifar 9. ágúst 2013 10:30 Friðbert Friðbertsson forstjóri HEKLU og Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra við afhendingu bílanna. Stærsta rafbílaafhending á Íslandi fór fram hjá HEKLU í gær. Þar voru 12 Mitsubishi i-MiEV rafbílar afhentir kaupendum sem eiga það sameiginlegt að vera íslensk fyrirtæki á sviði orkumála. Kaupendur bílanna eru Orkuveita Reykjavíkur, Landsvirkjun, Eignarsjóður Reykjavíkur, Landsnet, Skeljungur, HS Veitur, Norðurorka og Bílastæðasjóður. Með kaupunum eru fyrirtækin að stíga skref í átt að umhverfisvænni bílaflota og vilja um leið vekja athygli á því að rafbílar eru raunhæfur valkostur fyrir önnur fyrirtæki sem og almenning. Til þess að gera áhugasömum kleift að vera með í þessari þróun hefur verið gert samkomulag við Mitsubishi um að bjóða íslenskum almenningi rafbíla á sömu kynningarkjörum og bílarnir í dag. Það tilboð er tímabundið og gildir á meðan birgðir endast. Góð reynsla er komin á notkun þessara bíla á Íslandi enda komu þeir fyrstu til landsins fyrir meira en þremur árum. Bílarnir hafa reynst vel og viðskiptavinir hafa verið ánægðir með þá. Friðbert Friðbertsson forstjóri HEKLU sagði við afhendinguna þetta vera merkilegan dag og aldrei fyrr hafa svo margir rafbílar verið afhentir á einu bretti á Íslandi. "Þetta kann að vera eitt af stóru skrefunum í átt að umhverfisvænna samfélagi á Íslandi. Við ásamt Íslenskri Nýorku náðum virkilega hagstæðum samningum við Mitsubishi um verð á i-MiEV rafbílum og það verð endurspeglar þær væntingar sem HEKLA og Mitsubishi hafa til Íslands sem markaðar fyrir rafbíla.“ Upphaf kaupanna í dag má rekja til samkomulags sem gert var milli Mitsubishi, HEKLU, Orkustofnunar og Iðnaðarráðuneytisins árið 2008 í tengslum við kaup á hverflum fyrir jarðhitavirkjanir og hefur Íslensk NýOrka leitt það verkefni. Ljóst er að verulega er hægt að draga úr umhverfisáhrifum frá samgöngum með fjölgun bíla sem nota vistvænt eldsneyti. Nú þegar hafa á annað þúsund metan bíla verið skráðir en mikið átak þarf til að ná markmiðum opinberra aðila sem er að 10% alls eldsneytis á bíla á Íslandi verði vistvænt árið 2020. „Þetta er stórt skref í rétta átt. En við getum gert betur og vonandi munu fleiri fyrirtæki og einstaklingar nýta sér þetta tilboð,“ segir Jón Björn Skúlason framkvæmdastjóri Íslenskrar NýOrku. Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent
Stærsta rafbílaafhending á Íslandi fór fram hjá HEKLU í gær. Þar voru 12 Mitsubishi i-MiEV rafbílar afhentir kaupendum sem eiga það sameiginlegt að vera íslensk fyrirtæki á sviði orkumála. Kaupendur bílanna eru Orkuveita Reykjavíkur, Landsvirkjun, Eignarsjóður Reykjavíkur, Landsnet, Skeljungur, HS Veitur, Norðurorka og Bílastæðasjóður. Með kaupunum eru fyrirtækin að stíga skref í átt að umhverfisvænni bílaflota og vilja um leið vekja athygli á því að rafbílar eru raunhæfur valkostur fyrir önnur fyrirtæki sem og almenning. Til þess að gera áhugasömum kleift að vera með í þessari þróun hefur verið gert samkomulag við Mitsubishi um að bjóða íslenskum almenningi rafbíla á sömu kynningarkjörum og bílarnir í dag. Það tilboð er tímabundið og gildir á meðan birgðir endast. Góð reynsla er komin á notkun þessara bíla á Íslandi enda komu þeir fyrstu til landsins fyrir meira en þremur árum. Bílarnir hafa reynst vel og viðskiptavinir hafa verið ánægðir með þá. Friðbert Friðbertsson forstjóri HEKLU sagði við afhendinguna þetta vera merkilegan dag og aldrei fyrr hafa svo margir rafbílar verið afhentir á einu bretti á Íslandi. "Þetta kann að vera eitt af stóru skrefunum í átt að umhverfisvænna samfélagi á Íslandi. Við ásamt Íslenskri Nýorku náðum virkilega hagstæðum samningum við Mitsubishi um verð á i-MiEV rafbílum og það verð endurspeglar þær væntingar sem HEKLA og Mitsubishi hafa til Íslands sem markaðar fyrir rafbíla.“ Upphaf kaupanna í dag má rekja til samkomulags sem gert var milli Mitsubishi, HEKLU, Orkustofnunar og Iðnaðarráðuneytisins árið 2008 í tengslum við kaup á hverflum fyrir jarðhitavirkjanir og hefur Íslensk NýOrka leitt það verkefni. Ljóst er að verulega er hægt að draga úr umhverfisáhrifum frá samgöngum með fjölgun bíla sem nota vistvænt eldsneyti. Nú þegar hafa á annað þúsund metan bíla verið skráðir en mikið átak þarf til að ná markmiðum opinberra aðila sem er að 10% alls eldsneytis á bíla á Íslandi verði vistvænt árið 2020. „Þetta er stórt skref í rétta átt. En við getum gert betur og vonandi munu fleiri fyrirtæki og einstaklingar nýta sér þetta tilboð,“ segir Jón Björn Skúlason framkvæmdastjóri Íslenskrar NýOrku.
Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent