Enska úrvalsdeildarliðið Arsenal þarf að slá út tyrkneska liðið Fenerbahce í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.
Dregið var í umspilið í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss í dag. Arsenal hafnaði í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar í fyrra og þarf því að komast yfir tyrknesku hindrunina ætli það sér sæti í riðlakeppninni.
Meðal leikmanna hjá tyrkneska liðinu er Dirk Kuyt, fyrrum leikmaður Liverpool. Leikirnir fara fram 20/21 ágúst og 27/28 ágúst.
Umspilsleikirnir
Fenerbahce - Arsenal
Lyon - Real Sociedad
PSV Einhoven - AC Milan
Dinamo Zagreb - Austria Wien
Ludogorets Razgrad - FC Basel
Viktoria Plzen - NK Maribor
Steaua Bucharest - Legia Warsaw
Shakhter Karagandy - Celtic
Schalke - Metalist Kharkiv
Pacos de Ferreira - Zenit St Petersburg
Liðin sem nefnd eru á undan eiga fyrri leikinn á heimavelli.
