Audi sækir á í BNA en Benz stærra Finnur Thorlacius skrifar 10. ágúst 2013 11:45 Táknræn mynd þar sem Audi fylgir í humátt eftir Benz Audi er á pari við eigin áætlanir um sölu 150.000 bíla í Bandaríkjunum í ár. Sala Audi hefur vaxið um 14% það sem af er ári til loka júlí og heildarsalan 87.341 bíll. Vöxtur Audi í fyrra var 19% þar vestra. Langt er þó í land hjá Audi að ná Mercedes Benz í sölu sem selt hefur 165.598 bíla nú þegar í ár, en vöxtur Benz er örlítið hægari, eða 12%. Á heimsvísu selur Benz hinsvegar færri bíla en Audi, sem og BMW. Góður árangur Audi í Bandaríkjunum er ekki síst að þakka 37% aukningu í sölu Audi Q5 jepplingsins, sem náð hefur 21.486 bíla sölu. Audi er um þessar mundir að kynna dísildrifna bíla af gerðunum A6 og A7 fyrir Bandaríkjamönnum, en Audi hefur haft A8 bílinn í dísilútgáfu þar í sölu frá byrjun árs. Audi gerir ráð fyrir að þessi útspil muni hjálpa enn meira upp á góða sölu fyrirtækisins vestanhafs. Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent
Audi er á pari við eigin áætlanir um sölu 150.000 bíla í Bandaríkjunum í ár. Sala Audi hefur vaxið um 14% það sem af er ári til loka júlí og heildarsalan 87.341 bíll. Vöxtur Audi í fyrra var 19% þar vestra. Langt er þó í land hjá Audi að ná Mercedes Benz í sölu sem selt hefur 165.598 bíla nú þegar í ár, en vöxtur Benz er örlítið hægari, eða 12%. Á heimsvísu selur Benz hinsvegar færri bíla en Audi, sem og BMW. Góður árangur Audi í Bandaríkjunum er ekki síst að þakka 37% aukningu í sölu Audi Q5 jepplingsins, sem náð hefur 21.486 bíla sölu. Audi er um þessar mundir að kynna dísildrifna bíla af gerðunum A6 og A7 fyrir Bandaríkjamönnum, en Audi hefur haft A8 bílinn í dísilútgáfu þar í sölu frá byrjun árs. Audi gerir ráð fyrir að þessi útspil muni hjálpa enn meira upp á góða sölu fyrirtækisins vestanhafs.
Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent