Fölsuðu eyðslutölur og voru reknir Finnur Thorlacius skrifar 30. júlí 2013 14:45 Chevrolet Tavera jepplingurinn sem seldur er í Indlandi Á annan tug starfsmanna Chevrolet voru reknir í kjölfar þess að þeir fölsuðu eyðslutölur Chevrolet Tavera jepplings sem seldur er í Indlandi. Meðal þeirra sem reknir voru er yfirmaður vélarsmíði General Motors fyrir allan heiminn, en hann hefur starfað hjá fyrirtækinu frá árinu 1969, eða í 44 ár. Brot starfsmannanna töldust mjög alvarleg en þeir voru staðnir að því að svindla gróflega við prófunaraðferðir véla Chevrolet og gengu svo langt að skipta hreinlega á vélum við prófanirnar og setja afar sparneytnar 2,0 og 2,5 lítra vélar í stað miklu eyðslufrekari vél sem Tavera jepplingurinn er seldur með. Starfsmennirnir áttu einnig við þyngd prófunarbílanna svo þeir sýndu lægri eyðslutölur. Þessi brot starfsmannanna varð til þess að framleiðsla og sala Tavera bílsins var hætt tímabundið og allir slíkir bílar sem framleiddir hafa verið sl. 8 ár innkallaðir. Þetta verður því Chevrolet afar dýrt. Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent
Á annan tug starfsmanna Chevrolet voru reknir í kjölfar þess að þeir fölsuðu eyðslutölur Chevrolet Tavera jepplings sem seldur er í Indlandi. Meðal þeirra sem reknir voru er yfirmaður vélarsmíði General Motors fyrir allan heiminn, en hann hefur starfað hjá fyrirtækinu frá árinu 1969, eða í 44 ár. Brot starfsmannanna töldust mjög alvarleg en þeir voru staðnir að því að svindla gróflega við prófunaraðferðir véla Chevrolet og gengu svo langt að skipta hreinlega á vélum við prófanirnar og setja afar sparneytnar 2,0 og 2,5 lítra vélar í stað miklu eyðslufrekari vél sem Tavera jepplingurinn er seldur með. Starfsmennirnir áttu einnig við þyngd prófunarbílanna svo þeir sýndu lægri eyðslutölur. Þessi brot starfsmannanna varð til þess að framleiðsla og sala Tavera bílsins var hætt tímabundið og allir slíkir bílar sem framleiddir hafa verið sl. 8 ár innkallaðir. Þetta verður því Chevrolet afar dýrt.
Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent