RS útgáfur Evoque og Range Rover Sport Finnur Thorlacius skrifar 31. júlí 2013 12:45 Range Rover Sport Jaguar og Land Rover merkin eru í eigu sama aðila, hins indverska Tata. Jaguar bíla má marga hverja fá í RS ofuröflugum útgáfum, en nú stendur einnig til að tveir bílar Land Rover muni einnig bjóðast þannig, þ.e. Range Rover Sport og Evoque jepplingurinn. Afl þeirra verður ógnvænlegt en Range Rover Sport RS bíllinn mun fá 542 hestafla V8 vél og Evoque RS 300 hestafla, 2,0 lítra EcoBoost vél. Rang Rover Sport RS bíllinn verður 4,5 sekúndur í hundraðið með þessari vél, aðeins 0,1 sekúndu seinni en Jaguar XJR. Evoque RS bíllinn verður tilbúinn til sölu fyrr og stendur kaupendum til boða jafnvel strax á þessu ári, en Range Rover Sport RS á næsta ári. Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent
Jaguar og Land Rover merkin eru í eigu sama aðila, hins indverska Tata. Jaguar bíla má marga hverja fá í RS ofuröflugum útgáfum, en nú stendur einnig til að tveir bílar Land Rover muni einnig bjóðast þannig, þ.e. Range Rover Sport og Evoque jepplingurinn. Afl þeirra verður ógnvænlegt en Range Rover Sport RS bíllinn mun fá 542 hestafla V8 vél og Evoque RS 300 hestafla, 2,0 lítra EcoBoost vél. Rang Rover Sport RS bíllinn verður 4,5 sekúndur í hundraðið með þessari vél, aðeins 0,1 sekúndu seinni en Jaguar XJR. Evoque RS bíllinn verður tilbúinn til sölu fyrr og stendur kaupendum til boða jafnvel strax á þessu ári, en Range Rover Sport RS á næsta ári.
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent