Suzuki hugmyndajeppi Finnur Thorlacius skrifar 1. ágúst 2013 08:00 Suzuki gefur með þessari mynd ekki upp mikið um endanlegt útlit Hugmyndajeppi frá Suzuki Hugmyndabíllinn iV-4 frá Suzuki verður frumsýndur á bílasýningunni í Frankfurt í september næstkomandi. Þessi litli jeppi gefur góða hugmynd um hvernig nýr framleiðslujeppi mun líta út sem Suzuki setur á markað á næstunni. Bílasýningin í Frankfurt verður haldin dagana 10. til 22. september í 65. sinn. Auk iV-4 mun Suzuki sýna fjölmarga aðra bíla, þar á meðal nýjan SX4 S-Cross. Nýi jeppinn er hannaður undir kjörorðinu „Grab your field“. Hann býr yfir sterklegum útlitsatriðum jeppa en er um leið persónuleg nálgun Suzuki við sköpun á litlum borgarjeppa. Hann fær ákveðin hönnunaratriði í arf frá öðrum Suzuki jeppum, eins og formhönnun á vélarhlíf og vatnskassahlíf, en heildaryfirbragð bílsins ber með sér nútímaleika og nýjungar. Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent
Hugmyndajeppi frá Suzuki Hugmyndabíllinn iV-4 frá Suzuki verður frumsýndur á bílasýningunni í Frankfurt í september næstkomandi. Þessi litli jeppi gefur góða hugmynd um hvernig nýr framleiðslujeppi mun líta út sem Suzuki setur á markað á næstunni. Bílasýningin í Frankfurt verður haldin dagana 10. til 22. september í 65. sinn. Auk iV-4 mun Suzuki sýna fjölmarga aðra bíla, þar á meðal nýjan SX4 S-Cross. Nýi jeppinn er hannaður undir kjörorðinu „Grab your field“. Hann býr yfir sterklegum útlitsatriðum jeppa en er um leið persónuleg nálgun Suzuki við sköpun á litlum borgarjeppa. Hann fær ákveðin hönnunaratriði í arf frá öðrum Suzuki jeppum, eins og formhönnun á vélarhlíf og vatnskassahlíf, en heildaryfirbragð bílsins ber með sér nútímaleika og nýjungar.
Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent