Drukkin Flórídamær ekur yfir tvo heimilislausa menn Finnur Thorlacius skrifar 22. júlí 2013 12:30 Frá slysstað Hún er ekki í góðum málum 22 ára konan sem ók Porsche Panamera bíl sínum yfir tvo heimilislausa menn sem dóu báðir. Konan, Alyza Russell, missti stjórn á sportbíl sínum á gatnamótum. Konan var greinilega á mikilli ferð og fór yfir nokkra trjárunna og bílastæði áður en hún endaði á heimilislausu mönnunum, sem voru sofandi. Hún reyndi síðan að flýja af vettvangi og reykspólaði í þeim tilgangi en komst ekkert áleiðis því annar mannanna var fastur í einni dekkjaskálinni. Ef hann var ekki látinn áður, varð það honum örugglega að aldurtila. Við áfengismælingu kom í ljós að konan var með helmingi meira áfengismagn í blóðinu en leyfilegt er. Eftir mælinguna var konunni leyft að fara heim og þá flúði hún land og fór til Írlands. Þremur vikum eftir slysið gaf konan sig fram og nú bíður hennar dómur sem gæti orðið allt að 15 ára fangelsi. Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent
Hún er ekki í góðum málum 22 ára konan sem ók Porsche Panamera bíl sínum yfir tvo heimilislausa menn sem dóu báðir. Konan, Alyza Russell, missti stjórn á sportbíl sínum á gatnamótum. Konan var greinilega á mikilli ferð og fór yfir nokkra trjárunna og bílastæði áður en hún endaði á heimilislausu mönnunum, sem voru sofandi. Hún reyndi síðan að flýja af vettvangi og reykspólaði í þeim tilgangi en komst ekkert áleiðis því annar mannanna var fastur í einni dekkjaskálinni. Ef hann var ekki látinn áður, varð það honum örugglega að aldurtila. Við áfengismælingu kom í ljós að konan var með helmingi meira áfengismagn í blóðinu en leyfilegt er. Eftir mælinguna var konunni leyft að fara heim og þá flúði hún land og fór til Írlands. Þremur vikum eftir slysið gaf konan sig fram og nú bíður hennar dómur sem gæti orðið allt að 15 ára fangelsi.
Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent