Svissneski herinn kaupir 4.189 Mercedes Benz G-Class Finnur Thorlacius skrifar 22. júlí 2013 14:30 Nýi Mercedes Benz G-Class herjeppinn Það er engin smápöntun sem svissneski herinn lagði inn hjá Mercedes Benz verksmiðjunum um daginn, þ.e. á 4.189 stykkjum af nýjustu gerð hins sterkbyggða G-Class bíls, sem einmitt var fyrst framleiddur sem herbíll. Svissneski herinn ætlar að skipta út eldri gerð þessa bíls fyrir þá allra nýjustu. Þessir bílar virðast endast ótrúlega vel en þeim sem skipt verður út hafa þjónað hernum í tvo áratugi. Eldri gerðin, með framleiðslunúmerinu 461, er með 2,3 lítra dísilvél en sú nýja með 3,0 litra og 184 hestafla vél með forþjöppu tengda við 5 gíra skiptingu, ber framleiðslunúmerið 463. Herinn verður því snarari í snúningum fyrir vikið. Þessir bílar kosta skildinginn, eða um tvo þriðju af G-550 bílnum sem kostar 113.905 dollara í Bandaríkjunum. Það er um 14 milljónir, svo bílar hersins koma út á ríflega 9 milljónir hver. Pöntunin er því uppá 38,5 milljarða króna. Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent
Það er engin smápöntun sem svissneski herinn lagði inn hjá Mercedes Benz verksmiðjunum um daginn, þ.e. á 4.189 stykkjum af nýjustu gerð hins sterkbyggða G-Class bíls, sem einmitt var fyrst framleiddur sem herbíll. Svissneski herinn ætlar að skipta út eldri gerð þessa bíls fyrir þá allra nýjustu. Þessir bílar virðast endast ótrúlega vel en þeim sem skipt verður út hafa þjónað hernum í tvo áratugi. Eldri gerðin, með framleiðslunúmerinu 461, er með 2,3 lítra dísilvél en sú nýja með 3,0 litra og 184 hestafla vél með forþjöppu tengda við 5 gíra skiptingu, ber framleiðslunúmerið 463. Herinn verður því snarari í snúningum fyrir vikið. Þessir bílar kosta skildinginn, eða um tvo þriðju af G-550 bílnum sem kostar 113.905 dollara í Bandaríkjunum. Það er um 14 milljónir, svo bílar hersins koma út á ríflega 9 milljónir hver. Pöntunin er því uppá 38,5 milljarða króna.
Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent