Viðskipti erlent

Klámframleiðendur ögra Google

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Í stiklu fyrir myndbandið sem birt var á Youtube má sjá leikarana prófa sig áfram með búnaðinn með misjöfnum árangri.
Í stiklu fyrir myndbandið sem birt var á Youtube má sjá leikarana prófa sig áfram með búnaðinn með misjöfnum árangri.
Klámframleiðandinn MiKandi hefur sent frá sér djarft myndband þar sem grín er gert að klámbanni Google Glass, gleraugnagræjunnar sem er í þróun hjá Google um þessar mundir.

Hægt verður að taka myndbönd, vafra um netheima með raddskipunum og ýmislegt fleira með Google Glass, en en ekki er hægt að leita að klámi og ljótt orðbragð er ekki liðið.

Nokkuð öruggt var þó að klámframleiðendur myndu reyna að notfæra sér þessa nýju tækni með einhverju móti, og MiKandi fékk því klámleikarana James Deen og Andy San Dimas til að smella á sig gleraugunum og taka upp kynlífssenu.

Í stiklu fyrir myndbandið sem birt var á Youtube má sjá leikarana prófa sig áfram með búnaðinn með misjöfnum árangri, en ljóst er að Google mun eiga í mesta basli með að framfylgja klámbanninu þar sem ómögulegt verður að hindra dreifingu heimagerðra kynlífsmyndbanda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×