GM minnkar tapið í Evrópu um 3/4 Finnur Thorlacius skrifar 26. júlí 2013 08:45 Opel Mokka selst best allra Opel bíla Á öðrum ársfjórðungi síðasta árs tapaði General Motors 48 milljörðum króna á sölu bíla sinna í Evrópu. Nú hefur tekist að minnka það tap niður í 13 milljarða króna. GM gengur hinsvegar ágætlega ef horft er til sölu í öllum heiminum sem drifin er áfram af góðri sölu í Kína og Bandaríkjunum og hefur fyrirtækið hagnast 14 ársfjórðunga í röð, allt frá því er komist var hjá gjaldþroti árið 2009 og hefur hagnaðurinn numið 2.300 milljörðum króna á þessum 14 ársfjórðungum. Enn er þó talsvert tap á rekstrinum í Evrópu og þegar fyrri helmingur ársins er tekinn saman er hann 34,5 milljarðar króna, en var 83,2 milljarðar í fyrra. Opel bílarnir Mokka, Adam og Cascada hafa selst vel það sem af er ári og á sala þeirra stóran þátt í þessu minnkandi tapi og gengi Vauxhall, sem selur sömu bíla undir öðru nafni hefur einnig gengið vel. Opel viðhélt sinni 6,8% markaðshlutdeild í Evrópu á fyrri helmingi ársins. Ford tilkynnti einnig um minnkandi tap í Evrópu, en tapið á öðrum ársfjórðungi var nú 42 milljarðar króna en var 49 milljarðar í fyrra. Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent
Á öðrum ársfjórðungi síðasta árs tapaði General Motors 48 milljörðum króna á sölu bíla sinna í Evrópu. Nú hefur tekist að minnka það tap niður í 13 milljarða króna. GM gengur hinsvegar ágætlega ef horft er til sölu í öllum heiminum sem drifin er áfram af góðri sölu í Kína og Bandaríkjunum og hefur fyrirtækið hagnast 14 ársfjórðunga í röð, allt frá því er komist var hjá gjaldþroti árið 2009 og hefur hagnaðurinn numið 2.300 milljörðum króna á þessum 14 ársfjórðungum. Enn er þó talsvert tap á rekstrinum í Evrópu og þegar fyrri helmingur ársins er tekinn saman er hann 34,5 milljarðar króna, en var 83,2 milljarðar í fyrra. Opel bílarnir Mokka, Adam og Cascada hafa selst vel það sem af er ári og á sala þeirra stóran þátt í þessu minnkandi tapi og gengi Vauxhall, sem selur sömu bíla undir öðru nafni hefur einnig gengið vel. Opel viðhélt sinni 6,8% markaðshlutdeild í Evrópu á fyrri helmingi ársins. Ford tilkynnti einnig um minnkandi tap í Evrópu, en tapið á öðrum ársfjórðungi var nú 42 milljarðar króna en var 49 milljarðar í fyrra.
Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent