Tökur Game of Thrones í fullum gangi á Þingvöllum Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 26. júlí 2013 13:44 Frá tökum á Þingvöllum í dag. MYND/STÖÐ 2 Þrjú hundruð manna hópur tökuliðs og leikara Game of Thrones sjónvarpsþáttana kom hingað til lands á dögunum. Tökur hófust á mánudaginn og áætlað er að þær standi yfir í tvær vikur. Meðal tökustaða er Stekkjagjá á Þingvöllum og fara tökur þar fram þessa stundina. Myndirnar hér í fréttinni voru teknar á tökustaðnum í dag en fréttateymi Stöðvar 2 fékk að svipast þar um í dag. Þingvallanefnd veitti sérstakt leyfi fyrir tökum í þjóðgarðinum en tökur munu einnig fara fram í Þjórsárdal og á Hengilssvæðinu. Game of Thrones hópurinn hefur komið hingað til lands til að taka upp atriði fyrir aðra og þriðju seríu þáttana, í bæði skiptin að vetrarlagi. Það verður því spennandi að íslenskt landslag njóta sín í sumarskrúða í fjórðu seríu þáttana, sem verður frumsýnd næsta vor, og Stöð 2 mun sýna líkt og hinar seríurnar þrjár. Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun Stöðvar 2 um tökurnar á Þingvöllum. Á sjónvarpssíðu Vísis er hægt að sjá ítarlegra viðtal við aðalframleiðanda þáttana hér á landi, Chris Newman.Leikarar í fullum skrúða á Þingvöllum.MYND/STÖÐ 2Stund milli stríða. Tökulið og leikarar fá sér hádegismat.MYND/STÖÐ 2Þingvellir skarta sumarskrúða á meðan tökum stendur. Það verður forvitnilegt að sjá hvernig landslagið kemur út í þáttunum.MYND/STÖÐ 2 Bíó og sjónvarp Game of Thrones Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Þrjú hundruð manna hópur tökuliðs og leikara Game of Thrones sjónvarpsþáttana kom hingað til lands á dögunum. Tökur hófust á mánudaginn og áætlað er að þær standi yfir í tvær vikur. Meðal tökustaða er Stekkjagjá á Þingvöllum og fara tökur þar fram þessa stundina. Myndirnar hér í fréttinni voru teknar á tökustaðnum í dag en fréttateymi Stöðvar 2 fékk að svipast þar um í dag. Þingvallanefnd veitti sérstakt leyfi fyrir tökum í þjóðgarðinum en tökur munu einnig fara fram í Þjórsárdal og á Hengilssvæðinu. Game of Thrones hópurinn hefur komið hingað til lands til að taka upp atriði fyrir aðra og þriðju seríu þáttana, í bæði skiptin að vetrarlagi. Það verður því spennandi að íslenskt landslag njóta sín í sumarskrúða í fjórðu seríu þáttana, sem verður frumsýnd næsta vor, og Stöð 2 mun sýna líkt og hinar seríurnar þrjár. Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun Stöðvar 2 um tökurnar á Þingvöllum. Á sjónvarpssíðu Vísis er hægt að sjá ítarlegra viðtal við aðalframleiðanda þáttana hér á landi, Chris Newman.Leikarar í fullum skrúða á Þingvöllum.MYND/STÖÐ 2Stund milli stríða. Tökulið og leikarar fá sér hádegismat.MYND/STÖÐ 2Þingvellir skarta sumarskrúða á meðan tökum stendur. Það verður forvitnilegt að sjá hvernig landslagið kemur út í þáttunum.MYND/STÖÐ 2
Bíó og sjónvarp Game of Thrones Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira