Hamilton óvænt á ráspól Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. júlí 2013 13:13 Lewis Hamilton á Mercedes verður á ráspól í ungverska kappakstrinum í Formúlu 1 á morgun. Úrslitin komu honum sjálfum á óvart. „Erum við á ráspól?“ spurði Hamilton tæknimenn sína. „Já,“ svöruðu þeir. „Við erum jafn hissa og þú.“ Flestir bjuggust við því að Sebastian Vettel og Red Bull-liðið yrði fljótast í dag eins og á æfingum síðustu daga. Vettel, sem hefur aldrei fagnað sigri í Ungverjalandi, varð þó að sætta sig við annað sætið í tímatökunum í dag. „Þetta var erfitt í hitanum í dag og mér fannst hringurinn hjá mér ekki það góður. Því kom það mér á óvart að ég væri fremstur. Ég hélt að Sebastian hefði verið fljótastur,“ sagði Hamilton. Vettel segir þó að það hafi ekkert sérstakt klikkað hjá sér. „Það var ekki margt. Ég var nokkuð ánægður með síðustu tvo hringina því ég var með ný dekk. Kannski var ég ekki nógu ákveðinn um miðbik brautarinnar. Við hefðum átt að taka þetta í dag.“ Liðsfélagi Vettel, Ástralinn Mark Webber, lenti í vandræðum með bílinn sinn í dag og náði ekki tíma í lokatímatökunni. Hann verður því tíundi á ráspól. Roman Grosjean á Lotus varð þriðji í dag og Nico Rosberg, liðsfélagi Hamilton, fjórði. Fernando Alonso (Ferrari), Kimi Raikkönen (Lotus) og Felipe Massa (Ferrari) komu svo næstir á eftir. Formúla Mest lesið Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Í beinni: ÍA - Afturelding | Botnliðin eigast við Íslenski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Lewis Hamilton á Mercedes verður á ráspól í ungverska kappakstrinum í Formúlu 1 á morgun. Úrslitin komu honum sjálfum á óvart. „Erum við á ráspól?“ spurði Hamilton tæknimenn sína. „Já,“ svöruðu þeir. „Við erum jafn hissa og þú.“ Flestir bjuggust við því að Sebastian Vettel og Red Bull-liðið yrði fljótast í dag eins og á æfingum síðustu daga. Vettel, sem hefur aldrei fagnað sigri í Ungverjalandi, varð þó að sætta sig við annað sætið í tímatökunum í dag. „Þetta var erfitt í hitanum í dag og mér fannst hringurinn hjá mér ekki það góður. Því kom það mér á óvart að ég væri fremstur. Ég hélt að Sebastian hefði verið fljótastur,“ sagði Hamilton. Vettel segir þó að það hafi ekkert sérstakt klikkað hjá sér. „Það var ekki margt. Ég var nokkuð ánægður með síðustu tvo hringina því ég var með ný dekk. Kannski var ég ekki nógu ákveðinn um miðbik brautarinnar. Við hefðum átt að taka þetta í dag.“ Liðsfélagi Vettel, Ástralinn Mark Webber, lenti í vandræðum með bílinn sinn í dag og náði ekki tíma í lokatímatökunni. Hann verður því tíundi á ráspól. Roman Grosjean á Lotus varð þriðji í dag og Nico Rosberg, liðsfélagi Hamilton, fjórði. Fernando Alonso (Ferrari), Kimi Raikkönen (Lotus) og Felipe Massa (Ferrari) komu svo næstir á eftir.
Formúla Mest lesið Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Í beinni: ÍA - Afturelding | Botnliðin eigast við Íslenski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira