1.208 Porsche 911 bílar Finnur Thorlacius skrifar 29. júlí 2013 10:15 Á ýmsan hátt er haldið uppá 50 ára afmæli Porsche 911 bílsins í ár. Í þessu tilviki hefur líklega verið slegið heimsmet í fjölda 911 bíla samankomna á einum stað. Staðurinn er Silverstone kappakstursbrautin í Englandi og það voru hvorki meira né minna en 1.208 eigendur sportbílsins goðsagnarkennda sem mættu með bíla sína, bílgerðinni til heiðurs. Þessi fjöldi hefur vafalaust farið langt með að fylla Silverstone brautina. Frá því Porsche 911 var kynntur til leiks árið 1963 hafa 820.000 slíkir bílar verið framleiddir og stærstur hluti þeirra enn ökuhæfir. Þó að 1.208 Porsche 911 bílar verðir að teljast mikið, þá er það aðeins 0,15% af framleiðslunni frá upphafi. Í myndskeiðinu hér að ofan má sjá bílana aka um Silverstone brautina og er það eðlilega fögur sjón fyrir aðdáendur Porsche 911 bíla. Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent
Á ýmsan hátt er haldið uppá 50 ára afmæli Porsche 911 bílsins í ár. Í þessu tilviki hefur líklega verið slegið heimsmet í fjölda 911 bíla samankomna á einum stað. Staðurinn er Silverstone kappakstursbrautin í Englandi og það voru hvorki meira né minna en 1.208 eigendur sportbílsins goðsagnarkennda sem mættu með bíla sína, bílgerðinni til heiðurs. Þessi fjöldi hefur vafalaust farið langt með að fylla Silverstone brautina. Frá því Porsche 911 var kynntur til leiks árið 1963 hafa 820.000 slíkir bílar verið framleiddir og stærstur hluti þeirra enn ökuhæfir. Þó að 1.208 Porsche 911 bílar verðir að teljast mikið, þá er það aðeins 0,15% af framleiðslunni frá upphafi. Í myndskeiðinu hér að ofan má sjá bílana aka um Silverstone brautina og er það eðlilega fögur sjón fyrir aðdáendur Porsche 911 bíla.
Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent