Slapp úr kúlnahríð bíls með 12 innbyggðar byssur Finnur Thorlacius skrifar 29. júlí 2013 15:00 Þessi saga er eins og beint úr James Bond bíómynd, hún er samt ekki hugarfóstur bíóframleiðenda, heldur dagsönn. Þegar Tékkinn Radovan Krejcir lagði bíl sínum fyrir utan verslun sem hann heimsækir daglega í Jóhannesarborg í S-Afríku, dundi á bíl hans mikil kúlnahríð sem kom frá afturenda nálægs bíls, Volkswagen Polo sem þar hafði verið lagt. Bak við númeraplötu Polo bílsins leyndust 12 byssuhlaup sem dældu byssukúlum yfir bíl Tékkans sem áttu að granda honum. Ekki tókst þó betur til en svo að kúlnhríðin hófst örfáum sekúndum of seint og Krejcir var kominn frá bílnum á leið inní verslunina. Að auki kviknaði svo í Polo bílnum eftir alla kúlnahríðina sem frá honum kom og er hann ónýtur. Bíll skotmarksins, mattlakkaður Mercedes Benz CL-Class AMG, var þó illa útleikinn eftir hríðina og bara á hliðarrúðu bílsins voru ummerki 10 byssukúlna, sem stöðvuðust þó á brynvarinni rúðunni. Það er greinilega ástæða fyrir hið ætlaða skotmark að vera á brynvörnum bíl því hann er sagður tilheyra undirheimum Jóhannesborgar og hefur einnig unnið það sér til frægðar að vera eftirlýstur af tékknesku lögreglunni, en þar bíður hans 11 ára fangelsisdómur fyrir skattalagabrot. Hann hefur auki verið ákærður fyrir rán, tryggingasvik og morð á nektarklúbbseiganda í S-Afríku, þó ákærum þessum hafi síðan verið aflétt. Hann er greinilega ekki feigur þó einhverjir hafi nokkuð einbeittan vilja að koma honum fyrir kattarnef og beita til þess aðferðum sem helst finnast í bíómyndum. Sjá má myndskeið frá árásarstaðnum og viðtal við hið ætlaða skotmark. Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent
Þessi saga er eins og beint úr James Bond bíómynd, hún er samt ekki hugarfóstur bíóframleiðenda, heldur dagsönn. Þegar Tékkinn Radovan Krejcir lagði bíl sínum fyrir utan verslun sem hann heimsækir daglega í Jóhannesarborg í S-Afríku, dundi á bíl hans mikil kúlnahríð sem kom frá afturenda nálægs bíls, Volkswagen Polo sem þar hafði verið lagt. Bak við númeraplötu Polo bílsins leyndust 12 byssuhlaup sem dældu byssukúlum yfir bíl Tékkans sem áttu að granda honum. Ekki tókst þó betur til en svo að kúlnhríðin hófst örfáum sekúndum of seint og Krejcir var kominn frá bílnum á leið inní verslunina. Að auki kviknaði svo í Polo bílnum eftir alla kúlnahríðina sem frá honum kom og er hann ónýtur. Bíll skotmarksins, mattlakkaður Mercedes Benz CL-Class AMG, var þó illa útleikinn eftir hríðina og bara á hliðarrúðu bílsins voru ummerki 10 byssukúlna, sem stöðvuðust þó á brynvarinni rúðunni. Það er greinilega ástæða fyrir hið ætlaða skotmark að vera á brynvörnum bíl því hann er sagður tilheyra undirheimum Jóhannesborgar og hefur einnig unnið það sér til frægðar að vera eftirlýstur af tékknesku lögreglunni, en þar bíður hans 11 ára fangelsisdómur fyrir skattalagabrot. Hann hefur auki verið ákærður fyrir rán, tryggingasvik og morð á nektarklúbbseiganda í S-Afríku, þó ákærum þessum hafi síðan verið aflétt. Hann er greinilega ekki feigur þó einhverjir hafi nokkuð einbeittan vilja að koma honum fyrir kattarnef og beita til þess aðferðum sem helst finnast í bíómyndum. Sjá má myndskeið frá árásarstaðnum og viðtal við hið ætlaða skotmark.
Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent