Jaguar með nýja smábíla aðeins úr áli Finnur Thorlacius skrifar 30. júlí 2013 12:15 Svona gæti minni gerð Jaguar bíls litið út Uppi er hugmyndir hjá breska bílasmiðnum Jaguar að bjóða uppá smærri bíla en fyrirtækið hefur áður gert og að þeir verði með yfirbyggingu eingöngu úr áli. Um yrði að ræða bíl á stærð við BMW 3 og Mercedes Benz C-Class, jeppling á stærð við Range Rover Evoque og langbak af minni gerðinni. Þessir bílar yrðu líklega smíðaðir í verksmiðjum Land Rover, en Jaguar og Land Rover er eitt og sama fyrirtækið. Jaguar selur um helmingi færri bíla en Land Rover og hefur Jaguar uppi áætlanir um að nálgast Land Rover í sölu með þessum nýju bílum. Jaguar Land Rover hefur gert risasamning um kaup á áli við einn af stærstu álframleiðendum heims í Sádi Arabíu. Jaguar Land Rover ætlar að verja 515 milljörðum króna á ári á næstu fjórum árum við þróun nýrra bíla og nýrra verksmiðja. Það eru ekki litlir peningar, svo eðlilegt má teljast að fyrirtækis sé nú að huga að nýjum gerðum fyrir nýja markhópa. Sala Jaguar Land Rover á fyrsta helmingi ársins var 14% meiri en í fyrra og má því segja að gengi fyrirtækisins sé með besta móti, sem alls ekki á við flesta bílaframleiðendur í Evrópu. Verulega góða sala í Kína á mestan þátt í þessari aukningu. jaguar mun láta uppi áætlanir sínar á bílasýningunni í Frankfurt í september og vonandi munu þeir sýna þar hugmyndir af þessum þremur nýju bílum. Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent
Uppi er hugmyndir hjá breska bílasmiðnum Jaguar að bjóða uppá smærri bíla en fyrirtækið hefur áður gert og að þeir verði með yfirbyggingu eingöngu úr áli. Um yrði að ræða bíl á stærð við BMW 3 og Mercedes Benz C-Class, jeppling á stærð við Range Rover Evoque og langbak af minni gerðinni. Þessir bílar yrðu líklega smíðaðir í verksmiðjum Land Rover, en Jaguar og Land Rover er eitt og sama fyrirtækið. Jaguar selur um helmingi færri bíla en Land Rover og hefur Jaguar uppi áætlanir um að nálgast Land Rover í sölu með þessum nýju bílum. Jaguar Land Rover hefur gert risasamning um kaup á áli við einn af stærstu álframleiðendum heims í Sádi Arabíu. Jaguar Land Rover ætlar að verja 515 milljörðum króna á ári á næstu fjórum árum við þróun nýrra bíla og nýrra verksmiðja. Það eru ekki litlir peningar, svo eðlilegt má teljast að fyrirtækis sé nú að huga að nýjum gerðum fyrir nýja markhópa. Sala Jaguar Land Rover á fyrsta helmingi ársins var 14% meiri en í fyrra og má því segja að gengi fyrirtækisins sé með besta móti, sem alls ekki á við flesta bílaframleiðendur í Evrópu. Verulega góða sala í Kína á mestan þátt í þessari aukningu. jaguar mun láta uppi áætlanir sínar á bílasýningunni í Frankfurt í september og vonandi munu þeir sýna þar hugmyndir af þessum þremur nýju bílum.
Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent