Ósáttir feðgar Finnur Thorlacius skrifar 11. júlí 2013 08:45 Eitthvað mislíkaði föður einum í Kína háttalag sonar síns og greip til þess ráðs að aka á bíl hans margsinnis í miðri umferð í borginni Ma´anshan. Í myndskeiðinu hér að ofan sést þar sem hann ekur nokkrum sinnum á BMW Z4 bíl sonarins til þess er virðist að stöðva för hans. Hann er sjálfur á mjög dýrum Mercedes Benz S350 bíl og tjónið sem hlaust af öllum þessum árekstrum er metið á 163.000 dollara, eða ríflega tuttugu milljónir króna. Fjölskyldan hlýtur að vera efnuð mjög ef hægt er að útkljá deilumál hennar með þessum hætti. Eftir árekstrana alla rýkur sonurinn útúr bíl sínum og leggur á flótta á tveimur jafnfljótum og faðirinn á eftir. Engum sögum fer af lyktum málsins eða hvað fékk föðurinn til að grípa til svo róttækra aðgerða. Sem betur fer skemmdu þeir ekki aðra bíla en eigin í þessum óvenjulegu fjölskyldudeilum. Mest lesið Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent
Eitthvað mislíkaði föður einum í Kína háttalag sonar síns og greip til þess ráðs að aka á bíl hans margsinnis í miðri umferð í borginni Ma´anshan. Í myndskeiðinu hér að ofan sést þar sem hann ekur nokkrum sinnum á BMW Z4 bíl sonarins til þess er virðist að stöðva för hans. Hann er sjálfur á mjög dýrum Mercedes Benz S350 bíl og tjónið sem hlaust af öllum þessum árekstrum er metið á 163.000 dollara, eða ríflega tuttugu milljónir króna. Fjölskyldan hlýtur að vera efnuð mjög ef hægt er að útkljá deilumál hennar með þessum hætti. Eftir árekstrana alla rýkur sonurinn útúr bíl sínum og leggur á flótta á tveimur jafnfljótum og faðirinn á eftir. Engum sögum fer af lyktum málsins eða hvað fékk föðurinn til að grípa til svo róttækra aðgerða. Sem betur fer skemmdu þeir ekki aðra bíla en eigin í þessum óvenjulegu fjölskyldudeilum.
Mest lesið Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent