Tesla á Nasdaq Finnur Thorlacius skrifar 11. júlí 2013 15:15 Tesla Model S Wall Street Journal greinir frá því að rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla sé á leið á Nasdaq listann í kauphöllinni í New York. Hugbúnaðarfyrirtækið Oracle er á leið útaf listanum og við sæti þess tekur Tesla. Tesla er orðið verðmeira félag en margur annar bílaframleiðandinn eftir að hlutabréf í fyrirtækinu hafa tekið risastökk árinu og vaxið um meira en 200% og er nú verðmetið á 14,4 milljarða dollara. Kaup almennings í félaginu er engu að síður mjög áhættusöm þar sem verðmatið á fyrirtækinu nú endurspegla þær væntingar sem gerðar eru til þess á næstu árum. Verðmat hlutabréfanna er mörg hundruð sinnum sá hagnaður sem Tesla birti, í fyrsta sinn réttu megin við núllið, í síðasta uppgjöri þess. Minnir hlutabréfaverð þess á hugbúnaðarbóluna sem grasseraði fyrir nokkrum árum og margir fóru flatt á. Þó voru fæstir þeir sviknir sem fjárfestu í bréfum Microsoft og Apple. Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent
Wall Street Journal greinir frá því að rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla sé á leið á Nasdaq listann í kauphöllinni í New York. Hugbúnaðarfyrirtækið Oracle er á leið útaf listanum og við sæti þess tekur Tesla. Tesla er orðið verðmeira félag en margur annar bílaframleiðandinn eftir að hlutabréf í fyrirtækinu hafa tekið risastökk árinu og vaxið um meira en 200% og er nú verðmetið á 14,4 milljarða dollara. Kaup almennings í félaginu er engu að síður mjög áhættusöm þar sem verðmatið á fyrirtækinu nú endurspegla þær væntingar sem gerðar eru til þess á næstu árum. Verðmat hlutabréfanna er mörg hundruð sinnum sá hagnaður sem Tesla birti, í fyrsta sinn réttu megin við núllið, í síðasta uppgjöri þess. Minnir hlutabréfaverð þess á hugbúnaðarbóluna sem grasseraði fyrir nokkrum árum og margir fóru flatt á. Þó voru fæstir þeir sviknir sem fjárfestu í bréfum Microsoft og Apple.
Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent