Öflugasti framleiðslubíll Peugeot Finnur Thorlacius skrifar 12. júlí 2013 08:30 Peugeot RCZ hefur verið í framleiðslu hjá franska bílaframleiðandanum frá 2009. Hann hefur hingað til aðeins verið með 200 hestafla vél en verður kynntur á hátíðinni Goodwood Festival of Speed með 270 hestöfl í farteskinu og heitir nú RCZ-R. Með því er hann öflugasti bíll sem fjöldaframleiddur hefur verið hjá Peugeot frá upphafi. Öll þessi hestöfl koma frá lítilli 1,6 lítra vél, yfirtjúnaðri sem skilar hámarksafli á víðu snúningssviði, frá 1.900 til 5.500 snúningum. Fyrir vikið er bíllinn ekki nema 5,9 sekúndur í hundraðið og hámarkshraðinn er rafrænt takmarkaður við 250 km/klst. Hann er því 1,6 sekúndu sneggri en forverinn í hundraðið og munar um minna. Fjöðrun bílsins er algerlega endurhönnuð og er hún talsvert stífari og kemur í veg fyrir hliðarhalla í beygjum. Bíllinn mun koma á 19 tommu Goodyear Eagle F1 dekkjum og felgurnar eru tvílitar og úr áli. Bíllinn situr nú enn neðar, 10 mm nær götunni en forverinn. Þessi nýi Peugeot RCZ verður einnig til sýnis á bílasýningunni í Frankfurt í september. Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent
Peugeot RCZ hefur verið í framleiðslu hjá franska bílaframleiðandanum frá 2009. Hann hefur hingað til aðeins verið með 200 hestafla vél en verður kynntur á hátíðinni Goodwood Festival of Speed með 270 hestöfl í farteskinu og heitir nú RCZ-R. Með því er hann öflugasti bíll sem fjöldaframleiddur hefur verið hjá Peugeot frá upphafi. Öll þessi hestöfl koma frá lítilli 1,6 lítra vél, yfirtjúnaðri sem skilar hámarksafli á víðu snúningssviði, frá 1.900 til 5.500 snúningum. Fyrir vikið er bíllinn ekki nema 5,9 sekúndur í hundraðið og hámarkshraðinn er rafrænt takmarkaður við 250 km/klst. Hann er því 1,6 sekúndu sneggri en forverinn í hundraðið og munar um minna. Fjöðrun bílsins er algerlega endurhönnuð og er hún talsvert stífari og kemur í veg fyrir hliðarhalla í beygjum. Bíllinn mun koma á 19 tommu Goodyear Eagle F1 dekkjum og felgurnar eru tvílitar og úr áli. Bíllinn situr nú enn neðar, 10 mm nær götunni en forverinn. Þessi nýi Peugeot RCZ verður einnig til sýnis á bílasýningunni í Frankfurt í september.
Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent