Öflugasti framleiðslubíll Peugeot Finnur Thorlacius skrifar 12. júlí 2013 08:30 Peugeot RCZ hefur verið í framleiðslu hjá franska bílaframleiðandanum frá 2009. Hann hefur hingað til aðeins verið með 200 hestafla vél en verður kynntur á hátíðinni Goodwood Festival of Speed með 270 hestöfl í farteskinu og heitir nú RCZ-R. Með því er hann öflugasti bíll sem fjöldaframleiddur hefur verið hjá Peugeot frá upphafi. Öll þessi hestöfl koma frá lítilli 1,6 lítra vél, yfirtjúnaðri sem skilar hámarksafli á víðu snúningssviði, frá 1.900 til 5.500 snúningum. Fyrir vikið er bíllinn ekki nema 5,9 sekúndur í hundraðið og hámarkshraðinn er rafrænt takmarkaður við 250 km/klst. Hann er því 1,6 sekúndu sneggri en forverinn í hundraðið og munar um minna. Fjöðrun bílsins er algerlega endurhönnuð og er hún talsvert stífari og kemur í veg fyrir hliðarhalla í beygjum. Bíllinn mun koma á 19 tommu Goodyear Eagle F1 dekkjum og felgurnar eru tvílitar og úr áli. Bíllinn situr nú enn neðar, 10 mm nær götunni en forverinn. Þessi nýi Peugeot RCZ verður einnig til sýnis á bílasýningunni í Frankfurt í september. Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent
Peugeot RCZ hefur verið í framleiðslu hjá franska bílaframleiðandanum frá 2009. Hann hefur hingað til aðeins verið með 200 hestafla vél en verður kynntur á hátíðinni Goodwood Festival of Speed með 270 hestöfl í farteskinu og heitir nú RCZ-R. Með því er hann öflugasti bíll sem fjöldaframleiddur hefur verið hjá Peugeot frá upphafi. Öll þessi hestöfl koma frá lítilli 1,6 lítra vél, yfirtjúnaðri sem skilar hámarksafli á víðu snúningssviði, frá 1.900 til 5.500 snúningum. Fyrir vikið er bíllinn ekki nema 5,9 sekúndur í hundraðið og hámarkshraðinn er rafrænt takmarkaður við 250 km/klst. Hann er því 1,6 sekúndu sneggri en forverinn í hundraðið og munar um minna. Fjöðrun bílsins er algerlega endurhönnuð og er hún talsvert stífari og kemur í veg fyrir hliðarhalla í beygjum. Bíllinn mun koma á 19 tommu Goodyear Eagle F1 dekkjum og felgurnar eru tvílitar og úr áli. Bíllinn situr nú enn neðar, 10 mm nær götunni en forverinn. Þessi nýi Peugeot RCZ verður einnig til sýnis á bílasýningunni í Frankfurt í september.
Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent