Hæsta bílverð á uppboði Finnur Thorlacius skrifar 14. júlí 2013 11:57 Mercedes Benz W196R sem Juan Manuel Fangio ók Aldrei hefur fengist hærra verð fyrir bíl á uppboði en þennan sem hér sést. Bíllinn er keppnisbíll Juan Manuel Fangio frá árinu 1954 sem hann keppti á í Grand Prix mótaröðinni og er af gerðinni Mercedes Benz W196R. Fyrir þennan bíl fengust 3,65 milljarðar króna á Bonhams uppboðinu í bílahátíðinni Goodwood Festival of Speed í Bretlandi í gær. Verð hans sló þó ekki út hæsta verð sem greitt hefur verið fyrir bíl í einkasölu, 4,3 milljarða króna. Það verð var greitt fyrir 1962 árgerðina af Ferrari GTO sem byggður var fyrir Sterling Moss og áttu þau viðskipti sér stað í fyrra. Þetta há verð sem greitt var í gær fyrir Mercedes bílinn er hæsta verð sem greitt hefur verið fyrir Formula 1 bíl og líka fyrir nokkurn Mercedes Benz bíl. Hæsta verð sem fyrir viðskiptin í gær hefur verið greitt fyrir bíl á uppboði var fyrir frumgerð Ferrari 250 TR árgerð 1957, en sá bíll fór á rétt rúma tvo milljarða króna árið 2011. Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent
Aldrei hefur fengist hærra verð fyrir bíl á uppboði en þennan sem hér sést. Bíllinn er keppnisbíll Juan Manuel Fangio frá árinu 1954 sem hann keppti á í Grand Prix mótaröðinni og er af gerðinni Mercedes Benz W196R. Fyrir þennan bíl fengust 3,65 milljarðar króna á Bonhams uppboðinu í bílahátíðinni Goodwood Festival of Speed í Bretlandi í gær. Verð hans sló þó ekki út hæsta verð sem greitt hefur verið fyrir bíl í einkasölu, 4,3 milljarða króna. Það verð var greitt fyrir 1962 árgerðina af Ferrari GTO sem byggður var fyrir Sterling Moss og áttu þau viðskipti sér stað í fyrra. Þetta há verð sem greitt var í gær fyrir Mercedes bílinn er hæsta verð sem greitt hefur verið fyrir Formula 1 bíl og líka fyrir nokkurn Mercedes Benz bíl. Hæsta verð sem fyrir viðskiptin í gær hefur verið greitt fyrir bíl á uppboði var fyrir frumgerð Ferrari 250 TR árgerð 1957, en sá bíll fór á rétt rúma tvo milljarða króna árið 2011.
Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent