GM ætlar að gera Opel að lúxusmerki Finnur Thorlacius skrifar 16. júlí 2013 15:45 Ætlar GM að hefja Opel upp til skýjanna? Eittvað róttækt þarf General Motors að gera við Opel merkið sitt í Þýskalandi sem hefur eins og Chevrolet tapað miklu fé á undanliðnum 13 árum á Evrópumarkaði. Svo virðist sem GM ætli að taka þá stefnu að lyfta merkinu upp í gæðum og keppa með því við bílamerkin BMW, Audi og Mercedes Benz sem ganga vel þrátt fyrir dræma sölu bíla í Evrópu. Ekki aðeins er Opel merkið undir því systurmerki þess í Bretlandi, Vauxhall, verður í leiðinni partur af þessari stefnu. Með henni yrði meiri greinarmunur gerður á merkjum Opel og Vauxhall og Chevrolet merkinu í Evrópu og Chevrolet látið eftir sviðið á ódýrari gerðum bíla þar. Byggt verður á góðum viðtökum Mokka japplingsins frá Opel og smábílnum Adam, sem einnig er af vandaðri gerð smábíla. Opel hélt markaðshlutdeild milli áraEkki er meiningin hjá GM að markaðssetja bíla Opel og Vauxhall utan Evrópu í meira mæli en nú er heldur verður heimaálfan að mestu undir. Hlutur Opel á bílamarkaði í Evrópu var 6,8% á fyrstu 5 mánuðum ársins, líkt og á síðasta ári. Á sama tíma tapaði Chevrolet markaðshlutdeild og fór úr 1,5% í 1,1% svo það virðist gæfulegra að styðja við Opel til frekari sóknar á Evrópumarkaði. Þetta er reyndar ekki í fyrsta skipti sem GM hefur líst yfir því að fyrirtækið ætli að aðgreina Opel frá Chevrolet, en það gerði það einnig árið 2010 og þá einnig með þeim formerkjum að lyfta ætti Opel merkinu upp í gæðum. Það virðist þó að því leiti hafa heppnast að bílar Opel hafa hlotið margskonar verðlaun fyrir gæði og þykja nú afar traustir og bilanafríir bílar. Þó virðist merkið ekki hafa að sama skapi klifrað upp gæðastigann í huga íbúa Evrópu, en það tekur jú ávallt langan tíma. Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent
Eittvað róttækt þarf General Motors að gera við Opel merkið sitt í Þýskalandi sem hefur eins og Chevrolet tapað miklu fé á undanliðnum 13 árum á Evrópumarkaði. Svo virðist sem GM ætli að taka þá stefnu að lyfta merkinu upp í gæðum og keppa með því við bílamerkin BMW, Audi og Mercedes Benz sem ganga vel þrátt fyrir dræma sölu bíla í Evrópu. Ekki aðeins er Opel merkið undir því systurmerki þess í Bretlandi, Vauxhall, verður í leiðinni partur af þessari stefnu. Með henni yrði meiri greinarmunur gerður á merkjum Opel og Vauxhall og Chevrolet merkinu í Evrópu og Chevrolet látið eftir sviðið á ódýrari gerðum bíla þar. Byggt verður á góðum viðtökum Mokka japplingsins frá Opel og smábílnum Adam, sem einnig er af vandaðri gerð smábíla. Opel hélt markaðshlutdeild milli áraEkki er meiningin hjá GM að markaðssetja bíla Opel og Vauxhall utan Evrópu í meira mæli en nú er heldur verður heimaálfan að mestu undir. Hlutur Opel á bílamarkaði í Evrópu var 6,8% á fyrstu 5 mánuðum ársins, líkt og á síðasta ári. Á sama tíma tapaði Chevrolet markaðshlutdeild og fór úr 1,5% í 1,1% svo það virðist gæfulegra að styðja við Opel til frekari sóknar á Evrópumarkaði. Þetta er reyndar ekki í fyrsta skipti sem GM hefur líst yfir því að fyrirtækið ætli að aðgreina Opel frá Chevrolet, en það gerði það einnig árið 2010 og þá einnig með þeim formerkjum að lyfta ætti Opel merkinu upp í gæðum. Það virðist þó að því leiti hafa heppnast að bílar Opel hafa hlotið margskonar verðlaun fyrir gæði og þykja nú afar traustir og bilanafríir bílar. Þó virðist merkið ekki hafa að sama skapi klifrað upp gæðastigann í huga íbúa Evrópu, en það tekur jú ávallt langan tíma.
Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent