Íslenski boltinn

Níu leikmenn KF kláruðu Selfyssinga | Grindavík tapaði stigum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Óskar Pétursson, markvörður Grindavík.
Óskar Pétursson, markvörður Grindavík.
Fimm leikir fóru fram í 1. Deild karla í knattspyrnu í kvöld en þar ber helst að nefna frábæran sigur KF á Selfyssingum 2-1 en leikmenn KF voru um tíma tveimur færri í leiknum eftir að hafa misst tvö leikmenn af velli með rautt spjald.

Sigurmark heimamanna kom þegar þeir voru einmitt níu gegn ellefu.

Víkingar unnu sinn fyrsta heimaleik í kvöld þegar liðið bar sigur úr býtum gegn Þrótti 3-1.

KA menn náðu í jafntefli gegn toppliði Grindavíkur fyrir norðan en KA lenti 2-0 undir í leiknum. Heimamenn gáfust ekki upp og náðu að jafna metin 2-2.

Úrslit kvöldsins:

KA - Grindavík  2-2


0-1 Daníel Leó Grétarsson (27.), 0-2 Juraj Grizelj (34.), 1-2 Carsten Faarbech Pedersen (71.),  2-2 Ómar Friðriksson (77.).

Víkingur R. - Þróttur R. 3-1

1-0 Sigurður Egill Lárusson (4.), 2-0 Hjörtur Júlíus Hjartarson (61.), 3-0 Sigurður Egill Lárusson (76.), 3-1 Andri Björn Sigurðsson (78.).

Fjölnir - Leiknir R.    1-0

1-0 Aron Sigurðarson (12.).

BÍ/Bolungarvík - Tindastóll  2-0

1-0 Alexander Veigar Þórarinsson (15.), 2-0 Daniel Osafo-Badu (92.).

Haukar - Völsungur  5-1

0-1 Ásgeir Sigurgeirsson (3.), 1-1 Brynjar Benediktsson (24.), 2-1 Hilmar Geir Eiðsson (57.), 3-1 Hilmar Geir Eiðsson (62.), 4-1 Björgvin Stefánsson (93.), 5-1 Hilmar T. Arnarsson (95.).

KF - Selfoss  2-1

0-1 Leikmaður óþekktur (26.), 1-1 Gabríel Reynisson (28.), 2-1 Þórður Birgisson (75.).

Upplýsingar um markaskorara fengnar á vefsíðunni urslit.net






Fleiri fréttir

Sjá meira


×