Hraðametstilraun var síðasta hjólaferðin Finnur Thorlacius skrifar 17. júlí 2013 13:45 Núverandi hraðaheimsmethafi á mótorhjóli, Bill Warner lést í Flórída á sunnudaginn. Bill náði 500 km hraða á aðeins 2,4 kílómetra langri braut árið 2011 og ætlaði að bæta það met um helgina á enn styttri braut. Þegar hann hafði náð um 460 km hraða missti hann stjórn á hjóli sínu og ekki var að spyrja að afleiðingum þess á slíkri ferð. Hann var reyndar með meðvitund eftir slysið og talaði við þá er komu að slysinu, en hann dó klukkutíma síðar af sárum sínum á spítala. Bill Warner var 44 ára gamall og tilraun hans að þessu sinni var gerð á Loring herflugvellinum í Flórída. Fákur Bill var mikið breytt Suzuki Hayabusa og urðu 400 áhorfendur vitni af þessu hörmulega slysi. Þetta var reyndar ekki í fyrsta sinn sem Bill Warner dettur af hjóli sínu á mikilli ferð, en í myndskeiðinu hér að ofan sést þar sem hann nær 430 km ferð á flugvelli í fyrra. Hann bremsar sig niður en flugbrautin klárast þegar hann er ennþá á um 170 km hraða og fellur í möl sem við tekur og rennur lengi eftir henni. Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent
Núverandi hraðaheimsmethafi á mótorhjóli, Bill Warner lést í Flórída á sunnudaginn. Bill náði 500 km hraða á aðeins 2,4 kílómetra langri braut árið 2011 og ætlaði að bæta það met um helgina á enn styttri braut. Þegar hann hafði náð um 460 km hraða missti hann stjórn á hjóli sínu og ekki var að spyrja að afleiðingum þess á slíkri ferð. Hann var reyndar með meðvitund eftir slysið og talaði við þá er komu að slysinu, en hann dó klukkutíma síðar af sárum sínum á spítala. Bill Warner var 44 ára gamall og tilraun hans að þessu sinni var gerð á Loring herflugvellinum í Flórída. Fákur Bill var mikið breytt Suzuki Hayabusa og urðu 400 áhorfendur vitni af þessu hörmulega slysi. Þetta var reyndar ekki í fyrsta sinn sem Bill Warner dettur af hjóli sínu á mikilli ferð, en í myndskeiðinu hér að ofan sést þar sem hann nær 430 km ferð á flugvelli í fyrra. Hann bremsar sig niður en flugbrautin klárast þegar hann er ennþá á um 170 km hraða og fellur í möl sem við tekur og rennur lengi eftir henni.
Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent