Sláttutraktor 4 sek. í hundraðið Finnur Thorlacius skrifar 18. júlí 2013 14:30 Honda finnst greinilega gaman að leika sér með eigin framleiðsluvörur. Þeir settu 1000cc mótor úr Honda VTR Firestorm mótorhjóli í Honda sláttutraktor og fyrir vikið er hann sá sneggsti í heimi. Hann kemst á hundrað kílómetra hraða á sléttum 4 sekúndum. Að auki hefur hann hámarkshraðann 209 km/klst. Að sjálfsögðu þurfti að breyta fjöðrun og dekkjum, sem og yfirbyggingunni örlítið, en að mestu leiti lítur hann út eins og venjulegur slátturtraktor. Hann getur líka virkað sem slíkur og slær á 25 kílómetra hraða, eða um helmingi hraðar en flestir aðrir sláttutraktorar. Þyngd hans er aðeins um 140 kíló en vélin 109 hestafla, svo það er kannski ekki nema von að hann sé snöggur upp. Hann er eins snöggur í hundraðið og 557 hestafla Mercedes Benz S-Class 63 AMG. Hægt er að virða fyrir sér afl og akstursgetu traktorsins í myndskeiðinu hér að ofan. Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent
Honda finnst greinilega gaman að leika sér með eigin framleiðsluvörur. Þeir settu 1000cc mótor úr Honda VTR Firestorm mótorhjóli í Honda sláttutraktor og fyrir vikið er hann sá sneggsti í heimi. Hann kemst á hundrað kílómetra hraða á sléttum 4 sekúndum. Að auki hefur hann hámarkshraðann 209 km/klst. Að sjálfsögðu þurfti að breyta fjöðrun og dekkjum, sem og yfirbyggingunni örlítið, en að mestu leiti lítur hann út eins og venjulegur slátturtraktor. Hann getur líka virkað sem slíkur og slær á 25 kílómetra hraða, eða um helmingi hraðar en flestir aðrir sláttutraktorar. Þyngd hans er aðeins um 140 kíló en vélin 109 hestafla, svo það er kannski ekki nema von að hann sé snöggur upp. Hann er eins snöggur í hundraðið og 557 hestafla Mercedes Benz S-Class 63 AMG. Hægt er að virða fyrir sér afl og akstursgetu traktorsins í myndskeiðinu hér að ofan.
Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent