Móðir og 3 börn létust vegna kappaksturs ungra ökumanna Finnur Thorlacius skrifar 19. júlí 2013 15:15 Frá slysstað í Philadelphia Hörmulegt slys varð í bandarísku borginni Philadelphia í vikunni er tveir ungir menn voru í kappakstri. Annar bíllinn, ofuröflugur Audi S4, ók á konu og fjögur börn hennar og dóu þau öll nema elsta barnið, 5 ára drengur. Hann slapp með minniháttar meiðsl. Hin börnin voru eins, tveggja og fjögurra ára gömul. Vitni segja að til ökumannanna hafi sést í miklu hraðakstri á líklega um 100 mílna, eða 160 kílómetra ferð. Þar sem fjölskyldan gekk yfir götuna var ekki gangbraut, en þó fjölfarið yfir þar af gangandi vegfarendum vegna almenningsgarðs sem þar er við hlið. Hvatt er nú til þess að þarna verði sett upp gönguljós í kjölfar slyssins. Báðir ökumennirnir hafa verið handteknir og kærðir fyrir morð af gáleysi. Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent
Hörmulegt slys varð í bandarísku borginni Philadelphia í vikunni er tveir ungir menn voru í kappakstri. Annar bíllinn, ofuröflugur Audi S4, ók á konu og fjögur börn hennar og dóu þau öll nema elsta barnið, 5 ára drengur. Hann slapp með minniháttar meiðsl. Hin börnin voru eins, tveggja og fjögurra ára gömul. Vitni segja að til ökumannanna hafi sést í miklu hraðakstri á líklega um 100 mílna, eða 160 kílómetra ferð. Þar sem fjölskyldan gekk yfir götuna var ekki gangbraut, en þó fjölfarið yfir þar af gangandi vegfarendum vegna almenningsgarðs sem þar er við hlið. Hvatt er nú til þess að þarna verði sett upp gönguljós í kjölfar slyssins. Báðir ökumennirnir hafa verið handteknir og kærðir fyrir morð af gáleysi.
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent