Frank Ocean frumflutti þrjú lög Freyr Bjarnason skrifar 2. júlí 2013 20:00 Frank Ocean frumflutti þrjú lög í Þýskalandi. nordicphotos/getty Bandaríski tónlistarmaðurinn Frank Ocean sem væntanlegur til landsins eftir tæplega tvær vikur hélt tónleika í München í Þýskalandi fyrir örfáum dögum. Tónleikagestir fengu það sem þeir borguðu fyrir og gott betur. Á tónleikunum flutti Frank þrjú glæný lög og voru áhorfendur hrifnir. Aðdáendur Ocean bíða nú eftir næstu plötu hans með mikilli eftirvæntingu en hans fyrsta, Channel Orange, sló rækilega í gegn þegar hún kom út í fyrra. Frank er nú á tónleikaferðalagi um heiminn að fylgja eftir vinsældum fyrstu plötunnar en þessi heimstúr endar einmitt á Íslandi þarnæsta þriðjudag. Það má því leiða miklum líkum að því að hann muni flytja þessi nýju lög sem hann flutti fyrir tónleikagesti í þýskalandi á tónleikunum hér í Laugardalshöllinni 16. júlí. Á tónlistarfréttasíðunni MTV.com er haft eftir tónleikagestum að umfjöllunarefni nýju laganna sé misjafnt en eitt laganna fjallar um það að Frank sé ekki tilbúinn að festa ráð sitt, hann vilji frekar sitja í tugthúsi. Annað lag fjallar um bíla og hið sólríka Kaliforníufylki og þriðja lagið fjallar um ástarsorg. Hér að neðan er hægt að hlusta á lögin: Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Bandaríski tónlistarmaðurinn Frank Ocean sem væntanlegur til landsins eftir tæplega tvær vikur hélt tónleika í München í Þýskalandi fyrir örfáum dögum. Tónleikagestir fengu það sem þeir borguðu fyrir og gott betur. Á tónleikunum flutti Frank þrjú glæný lög og voru áhorfendur hrifnir. Aðdáendur Ocean bíða nú eftir næstu plötu hans með mikilli eftirvæntingu en hans fyrsta, Channel Orange, sló rækilega í gegn þegar hún kom út í fyrra. Frank er nú á tónleikaferðalagi um heiminn að fylgja eftir vinsældum fyrstu plötunnar en þessi heimstúr endar einmitt á Íslandi þarnæsta þriðjudag. Það má því leiða miklum líkum að því að hann muni flytja þessi nýju lög sem hann flutti fyrir tónleikagesti í þýskalandi á tónleikunum hér í Laugardalshöllinni 16. júlí. Á tónlistarfréttasíðunni MTV.com er haft eftir tónleikagestum að umfjöllunarefni nýju laganna sé misjafnt en eitt laganna fjallar um það að Frank sé ekki tilbúinn að festa ráð sitt, hann vilji frekar sitja í tugthúsi. Annað lag fjallar um bíla og hið sólríka Kaliforníufylki og þriðja lagið fjallar um ástarsorg. Hér að neðan er hægt að hlusta á lögin:
Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira