Frank Ocean frumflutti þrjú lög Freyr Bjarnason skrifar 2. júlí 2013 20:00 Frank Ocean frumflutti þrjú lög í Þýskalandi. nordicphotos/getty Bandaríski tónlistarmaðurinn Frank Ocean sem væntanlegur til landsins eftir tæplega tvær vikur hélt tónleika í München í Þýskalandi fyrir örfáum dögum. Tónleikagestir fengu það sem þeir borguðu fyrir og gott betur. Á tónleikunum flutti Frank þrjú glæný lög og voru áhorfendur hrifnir. Aðdáendur Ocean bíða nú eftir næstu plötu hans með mikilli eftirvæntingu en hans fyrsta, Channel Orange, sló rækilega í gegn þegar hún kom út í fyrra. Frank er nú á tónleikaferðalagi um heiminn að fylgja eftir vinsældum fyrstu plötunnar en þessi heimstúr endar einmitt á Íslandi þarnæsta þriðjudag. Það má því leiða miklum líkum að því að hann muni flytja þessi nýju lög sem hann flutti fyrir tónleikagesti í þýskalandi á tónleikunum hér í Laugardalshöllinni 16. júlí. Á tónlistarfréttasíðunni MTV.com er haft eftir tónleikagestum að umfjöllunarefni nýju laganna sé misjafnt en eitt laganna fjallar um það að Frank sé ekki tilbúinn að festa ráð sitt, hann vilji frekar sitja í tugthúsi. Annað lag fjallar um bíla og hið sólríka Kaliforníufylki og þriðja lagið fjallar um ástarsorg. Hér að neðan er hægt að hlusta á lögin: Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Bandaríski tónlistarmaðurinn Frank Ocean sem væntanlegur til landsins eftir tæplega tvær vikur hélt tónleika í München í Þýskalandi fyrir örfáum dögum. Tónleikagestir fengu það sem þeir borguðu fyrir og gott betur. Á tónleikunum flutti Frank þrjú glæný lög og voru áhorfendur hrifnir. Aðdáendur Ocean bíða nú eftir næstu plötu hans með mikilli eftirvæntingu en hans fyrsta, Channel Orange, sló rækilega í gegn þegar hún kom út í fyrra. Frank er nú á tónleikaferðalagi um heiminn að fylgja eftir vinsældum fyrstu plötunnar en þessi heimstúr endar einmitt á Íslandi þarnæsta þriðjudag. Það má því leiða miklum líkum að því að hann muni flytja þessi nýju lög sem hann flutti fyrir tónleikagesti í þýskalandi á tónleikunum hér í Laugardalshöllinni 16. júlí. Á tónlistarfréttasíðunni MTV.com er haft eftir tónleikagestum að umfjöllunarefni nýju laganna sé misjafnt en eitt laganna fjallar um það að Frank sé ekki tilbúinn að festa ráð sitt, hann vilji frekar sitja í tugthúsi. Annað lag fjallar um bíla og hið sólríka Kaliforníufylki og þriðja lagið fjallar um ástarsorg. Hér að neðan er hægt að hlusta á lögin:
Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira