Ók inní hóp áhorfenda Finnur Thorlacius skrifar 3. júlí 2013 11:30 Ökumaðurinn búinn að missa tök á bílnum Að minnsta kosti 17 manns eru slasaðir eftir að ökumaður Koenigsegg sportbíls ók inn í hóp áhorfenda í Gran Turismo Polonia ökukeppninni í Póllandi síðastliðna helgi. Grunur leikur á að ökumaðurinn hafi tekið skrikvörn bílsins af til að geta skrikað bílnum til hliðar í beygjum, en slíkt er afar óvarlegt á svo öflugum bíl sem þessi Koenisegg bíll er. Á meðal hinna slösuðu voru börn. Allir voru fluttir á spítala og eru 5 þeirra ennþá þar, enginn þeirra í lífshættu, en fjórir talsvert mikið slasaðir. Ökumaður bílsins er Norðmaður og hefur hann víst nokkra reynslu af keppnisakstri, en hætt er við að hann bæti ekki mikið við þá reynslu á næstunni. Gran Turismo Polonia keppnin er árlegur viðburður sem trekkir að hundruði öflugra keppnisbíla og marga áhorfendur. Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent
Að minnsta kosti 17 manns eru slasaðir eftir að ökumaður Koenigsegg sportbíls ók inn í hóp áhorfenda í Gran Turismo Polonia ökukeppninni í Póllandi síðastliðna helgi. Grunur leikur á að ökumaðurinn hafi tekið skrikvörn bílsins af til að geta skrikað bílnum til hliðar í beygjum, en slíkt er afar óvarlegt á svo öflugum bíl sem þessi Koenisegg bíll er. Á meðal hinna slösuðu voru börn. Allir voru fluttir á spítala og eru 5 þeirra ennþá þar, enginn þeirra í lífshættu, en fjórir talsvert mikið slasaðir. Ökumaður bílsins er Norðmaður og hefur hann víst nokkra reynslu af keppnisakstri, en hætt er við að hann bæti ekki mikið við þá reynslu á næstunni. Gran Turismo Polonia keppnin er árlegur viðburður sem trekkir að hundruði öflugra keppnisbíla og marga áhorfendur.
Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent