Ítalinn Roberto Mancini er atvinnulaus eftir að hann var rekinn frá Man. City í lok síðasta tímabils. Hann er farinn að líta í kringum sig eftir nýrri vinnu.
Hann hefur nú gefið AS Roma undir fótinn. Segir að það sé frábært félag og að hann hafi mikinn áhuga á því sem sé að gerast þar á bæ en ætli þó ekki strax aftur heim.
"Ég er ekki alveg til í að snúa aftur í ítalska boltann. Ég vil sinna nokkrum störfum í öðrum löndum áður. Ég er þá að horfa til Spánar eða Englands. Ég er alveg pollrólegur og bíð eftir því hvað gerist næst," sagði Mancini.
"Ég hef ekki verið í beinu sambandi við Roma þó svo það sé frábært félag og þar er margt áhugavert í gangi. Ég mun alltaf skoða öll áhugaverð tilboð."
Mancini vill þjálfa á Spáni eða Englandi

Mest lesið



West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan
Enski boltinn



Skagamenn upp í Bónus deild karla
Körfubolti

Amman fékk að hitta Steph Curry
Körfubolti


